Lífið

Ekki drepa ofurstjörnur

Söngkonan er afar sorgmædd yfir dauða Amy Winehouse.
Söngkonan er afar sorgmædd yfir dauða Amy Winehouse.
Söngkonan Lady Gaga segir að dauði Amy Winehouse eigi að sýna fólki að það megi ekki „drepa ofurstjörnuna“. Gaga vill að almenningur dragi lærdóm af dauða Winehouse, sem fór yfir móðuna miklu á heimili sínu í London á laugardaginn.

„Þetta er hræðilegt og ég held að heimurinn eigi að læra þá lexíu að drepa ekki ofurstjörnuna. Passið upp á hana og sál hennar,“ sagði Gaga í viðtali við bandaríska útvarpsstöð. Winehouse var jörðuð í London í gær. Kelly Osbourne og upptökustjórinn Mark Ronson voru á meðal viðstaddra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.