Fleiri fréttir

Kristján er heitastur í Danmörku

Í <strong>Fókus, </strong>sem <strong>fylgir DV</strong> <strong>í dag</strong> er viðtal við <strong>Kristján Eggertsson. </strong>Hann er aðalsprautan í hljómsveitinni <strong>Delicia Mini</strong> sem er það heitasta í <strong>Danaveldi </strong>nú um stundir. Lög þeirra eru spiluð margsinnis á dag, <strong>plötudómarnir</strong> hafa verið frábærir og þeir rjúka upp vinsældarlistanna. <strong>Fókus </strong>hringdi í Kristján og fékk að vita hvað væri eiginlega í gangi. </font /></b />

Fókus er kominn

Já, það er <strong>gleðidagur</strong> fyrir alla sem kaupa sér <strong>DV í dag</strong>. Tímaritið <strong>Fókus</strong> fylgir með, þeim til ómældrar ánægju. Þar er líkt og alltaf af nógu að taka. M.a. eru valin bestu og verstu <strong>plötuumslögin</strong>, talað við Kristján Eggertsson í <strong>Delicia Mini</strong>, sem á vinsælasta lag Danmerkur og <strong>Frosti Runólfsson</strong> segir frá heimildarmyndinni sinni um Mínus.

Pósar í glergámi í Chicago

<strong>Fókus</strong>, sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>, talaði við hina 25 ára gömlu <strong>Þóru Lind Möller</strong>, sem starfar sem módel í Bandaríkjunum. Hún var á sínum tíma valin <strong>Miss Teen Colorado </strong>og fór sem fulltrúi þeirra á <strong>aðalkeppnina</strong> í Flórída á sínum tíma. Þessa dagana er hún á <strong>sundbol í glergámi</strong> til að vekja athygli á utanlandsferðum til Mexíkó. </font /></b />

Þessi mynd er skíturinn

"Það er ekki komið nafn á hana ennþá. Nokkrar tillaganna eru Rokkræningjarnir, Pilots of Purple og Börn ógæfunnar," segir <strong>Frosti Runólfsson</strong>, sem prýðir forsíðu <strong>Fókus</strong>, sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Frosti er að leggja lokahönd á heimildarmynd um <strong>Mínus</strong>. Hann nær öllu litrófi sveitarinnar, upphafinu, upphefðinni, fylleríinu og einlægninni.

Bestu og verstu umslögin

Í Fókus, sem fylgir DV í dag er gerð ýtarleg úttekt á plötuumslögum jólavertíðarinnar. Skemmst er frá því að segja að álitsgjafarnir telja rokkgrúppuna Brain Police eiga smekklegasta umslag ársins en gítargúrúinn Björn Thoroddsen það ljótasta. Stóru orðin eru ekki spöruð og engum hlíft í úttektinni.

32 manna úrslit í Stjörnuleitinni í kvöld

32 manna úrslit í IDOL Stjörnuleitinni fara fram á <font color="#000080"><strong>Stöð 2 klukkan 20:40 í kvöld</strong></font>. Nú munu atkvæði sjónvarpsáhorfenda ráða úrslitum en dómnefndin verður samt áfram að störfum, þó aðeins til að gefa álit. Úrslitin verða alfarið í höndum landsmanna en símanúmer keppenda eru auglýst í þættinum. Niðurstaða símakosningar verður tilkynnt í beinni útsendingu á ellefta tímanum  í kvöld.

Kiss á Gauknum?

<strong>Gaukur á Stöng</strong> heldur upp á afmæli um helgina. <strong>Fókus</strong> fagnar að af því tilefni mætir "hljómsveitin" <strong>Kiss</strong> á svæðið og gerir allt vitlaust. Fyrir nokkrum árum kom þessi sama "hljómsveit" fram á Hard Rock og þá létu hvorki meira né minna en 800 manns sjá sig á staðnum. Allt um það í Lífinu eftir vinnu í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>. </font />

Eiður Smári frægastur

Eiður Smári Guðjohnsen er frægasti Íslendingurinn samkvæmt könnum DV á meðal grunnskólabarna í Reykjavík. Eiður ber af og skýtur fjölmörgum poppstjörnum og stjórnmálamönnum ref fyrir rass.

Harry Belafonte á Íslandi

Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag.

Belafonte kominn

Söngvarinn heimsþekkti, Harry Belafonte, er kominn til landsins. Hann er kominn hingað til að kynna jólakort UNICEF á Íslandi og mun meðal annars opna ljósmyndasýningu um UNICEF í Smáralind klukkan hálf fjögur á laugardaginn. Harry Belafonte á að baki langan og farsælan feril sem söngvari, leikari og framleiðandi.

Renglan sem varð að kyntákni

Leikkonan og gyðjan Sophia Loren fæddist inn í fátæka fjölskyldu. Sophia var feimin sem unglingur en eftir að hafa keppt í fegurðarsamkeppnum og unnið sem fyrirsæta setti hún stefnuna á leiklistina. Sophia giftist kvikmyndaleikstjóranum Carlo Ponti og hefur leikið í fjölda mörgum kvikmyndum undir hans leikstjórn.

Börðust með bjór gegnum skaflana

Fyrsti Víking jólabjórinn er væntanlegur að norðan innan stundar. Í fyrra var flogið með bjórinn suður en nú var bjórinn ferjaður landleiðina. Fyrstu kassarnir voru fluttir með ofurjeppum suður Kjöl í dag og fóru öflugir jeppar til móts við norðanmenn.

Útvarpslestur í Kópavogi

Jón Ásgeir Sigurðsson á Morgunvakt Útvarpsins vinnur heima hjá sér á morgnana og les þar leiðara heimsblaðanna. </font /></b />

Menningarhelgi á Tálknafirði

Tálknfirðingar ætla í heitu pottana í kvöld og kela við rómantíska tónlist og kertaljós. Þeir gerðu það líka um daginn en fannst það ekki nóg og vilja meira.

Við hittumst bara þegar þið komið

Í bókinni Til æðri heima skrifar Guðmundur Kristinsson, fyrrum aðalféhirðir í Landsbankanum á Selfossi, um frásagnir framliðinna af andláti þeirra og lífinu fyrir handan. Hann lýsir til dæmis frásögn sonar síns sem lést í bílslysi árið 2002 og birtist á miðilsfundi 42 dögum eftir slysið. </font /></b />

Kemst jólabjórinn suður?

Það vekur ávallt eftirtekt þegar fyrsti Víking jólabjórinn kemur að norðan. Víking jólabjórinn er bruggaður á Akureyri og er koma hans suður yfir heiðar  er eitt af fyrstu merkjunum um það að jólin eru á næsta leyti. Í fyrra flaug bæjarstjóri Akureyrar, með fyrsta bjórinn suður en í ár verða fyrstu kassarnir verða fluttir með ofurjeppum suður Kjöl á  morgun.

Arnold í Hvíta Húsið?

Vöðvafjallið Arnold Schwarzenegger hefur sett stefnuna á Hvíta Húsið. Arnie, sem þekktur er fyrir ómannlegan viljastyrk, sagði fyrir stuttu að hann setti alltaf stefnuna á toppinn, þegar hann var spurður hvort hann stefndi að því að verða forseti.

Hraðametið slegið

Mannlaus smáþota frá NASA hefur slegið hraðamet í lofti með því að fljúga á tíföldum hljóðhraða, eða á rúmlega ellefu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Metið, sem var slegið yfir kyrrahafinu, er langt yfir eldra metinu, sem sett var í mars, þegar flogið var á sjöföldum hljóðhraða.

Gráu hárunum fjölgar

Arngrímur Jóhannsson, stjórnarformaður Atlanta, var endurkjörinn forseti Flugmálafélagsins á dögunum. </font /></b />

Jólabjór Egils og Tuborg með hestvagni til borgarinnar

Fyrsti jólabjórinn frá Egils og Tuborg kemur í veitingahúsin í miðbænum í Reykjavík á morgun. Jólabjórvagn Ölgerðarinnar sem dreginn er af tveimur hestum mun hefja för sína niður Laugaveginn klukkan 18 á morgun og förin endar á áttunda tímanum á Cafe París.

Ein mesta landkynning sögunnar

"Þetta er rosaleg landkynning, líklega ein sú mesta sem hefur verið," segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða. Tilefnið er fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af Amazing Race raunveruleikaþættinum, sem tekinn var upp á Íslandi í sumar, og sýndur var í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld.

Hundur fær morðhótanir

Hundur sem þjálfaður hefur verið til leitar að fíkniefnum hefur fengið ítrekaðar morðhótanir að sögn bresks dagblaðs. Hundurinn starfar í fangelsi í Strangeway fangelsinu í Manchester og er einn allra óvinsælasti fangavörðurinn þar. Óvinsældirnar á hann að þakka velgengni sinni í starfi.

Höll minninganna tilnefnd

Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur verið tilnefnd til IMPAC-verðlaunanna, virtra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem veitt eru árlega fyrir skáldverk á ensku, frumsamið eða í þýðingu.

Úrvalið alltaf að aukast

Margt er í boði fyrir þá sem ætla að fá sér steinefni á eldhúsborðin. Auk hefðbundinna steinefna eins og graníts og marmara fæst nú akrýlblandaður steinn sem forma má á alla vegu.

Gaman að vinna með gler

Dröfn Guðmundsdóttir myndhöggvari býr til alls konar glermuni á lítilli vinnustofu sinni við Fálkagötuna í Vesturbæ Reykjavíkur.

Veldu rétta litinn

Þegar daglegu amstri er lokið er fátt betra en að leggjast upp í rúm í svefnherbergi og slaka á. Til að geta slakað almennilega á verður svefnherbergið að vera róandi og þægilegt.

Spjallið við smáfólkið

Á degi íslenskrar tungu eru landsmenn hvattir til að leggja sérstaka rækt við mál sitt. Grunnskólabörn munu reyna að gera sér dagamun þrátt fyrir röskun á skólastarfi.

Ritstýrt yfir landfjórðung

Guðný Jóhannesdóttir býr á Ísafirði en ritstýrir tímariti um mannlíf á Akureyri. "Ég kom til Ísafjarðar í afslöppunarferð um páskana og var þá leidd fram fyrir karlmann og mér tilkynnt að hann væri mannsefni mitt," segir Guðný Jóhannesdóttir, alsæl með lífið og tilveruna fyrir vestan.

Eignast tvíbura 59 ára

59 ára gömul langamma í Bandaríkjunum er ólétt af tvíburum, sem eiga að líta dagsins ljós í næsta mánuði. Ef allt gengur að óskum er um heimsmet að ræða, því elsta kona sem eignast hefur tvíbura hingað til, var 56 ára gömul. Það ótrúlegasta við þetta allt saman er að konan, sem á fimm börn, 14 barnabörn og 6 barna-barnabörn, fór í ófrjósemisaðgerð fyrir 33 árum síðan.

Framhald á Farenheit 9-11

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hyggst gera framhald á mynd sinnin Fahrenheit 9-11. Moore segir að myndin eigi að heita Fahrenheit 9-11 og hálfur, og vera tilbúin innan tveggja til þriggja ára.

Fókus býður á The Grudge

Í Fókus í dag er fjöldi viðtala og skemmtilegheita. Tekið er hús á <strong>Mugison</strong> og kærustu hans, <strong>Mugimama</strong>. Hip hopið er þrjátíu ára og saga þess því rakin ítarlega. <strong>Aggi Agzilla</strong> býr í NY, er að fara að hanna næturklúbb og gefa út tónlist hjá Goldie. Forsíðuna prýðir Kristín Eiríksdóttir ljóðskáld. Þá býður Fókus á hrollvekju ársins, <strong>The Grudge</strong>.

Þetta gerist allt í hausnum á mér

<strong>Kristín Eiríksdóttir</strong> vakti athygli margra þegar hún vann ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu í vor. Nú er komin út hennar fyrsta ljóðabók, <strong>Kjötbærinn</strong>. Kristín prýðir <strong>forsíðu Fókus</strong> í dag, þar sem m.a. að finna próf um <strong>þekkingu á bókunum</strong> sem koma út þessa dagana, <strong>ítarlega úttekt</strong> á 30 ára sögu <strong>hip hops</strong>, viðtal við <strong>Agga Agzilla</strong> og margt fleira. </font />

Johnny býr hjá dansaranum

Í <strong>Fókus í dag</strong> er enn fjallað um hið víðfræga myndband PoppTíví-strákanna og Quarashi við lagið <strong>Crazy Bastard</strong>. Nú heyrast þær fregnir að annar tónlistarmaður, nefninlega <strong>Þröstur í Mínus</strong>, einnig nefndur <strong>Johnny</strong> eða <strong>Bassafanturinn</strong>, hafi gert sér <strong>dælt við eina stúlknanna</strong>, sem þvo bílinn hans Sveppa.

Madonna með enn eina bókina

Poppstjarnan Madonna er á góðri leið með að verða metsöluhöfundur. Hún kynnti í gær fjórðu bókina í röð barnabóka sem hún hefur ritað, og kallast hún ævintýri Abdi. Bókin fjallar um lítinn dreng sem fær það verkefni að færa drottningunni dýrasta hálsmen heims.

Skífuskank og taktkjaftur

Á morgun, laugardag, klukkan 20 lýkur <strong>Unglist</strong> með stórviðburði í <strong>Tjarnarbíó</strong>. Þá mæta hörðustu hip hop-hausar landsins á svæðið og spreyta sig í hinum fræknu greinum <strong>skífuskanki og taktkjafti</strong>. Skipuleggjandi keppninnar er <strong>Ómar Ómar</strong> en hann er einn af forsprökkum samtakanna <strong>TFA</strong> (tími fyrir aðgerðir). Hann sagði <strong>Fókus</strong> allt um viðburðinn, <strong>keppendurna</strong> og íslenskun rappmálfarsins

Dreymir um sólóplötu

Margt bendir til að söngferill Önnu Vilhjálms sé á enda. Hún hélt upp á 40 ára söngafmæli fyrir þremur árum og telur það um leið endalokin á annars glæstum ferli. Þrátt fyrir lungnaþembu, gigt, brjósklos og veilu í brisi dreymir hana um að gefa út sólóplötu. </font /></b />

F2, nýtt vikurit með Fréttablaðinu

Nýtt ókeypis vikurit, F2, fylgir Fréttablaðinu í dag. F2 hefur að geyma styttri og lengri greinar sem fjalla um allt frá tísku til stjórnmála með viðkomu í matargerð, tónlist og viðburðum framundan.

Lýsing í skammdeginu

Ef einhvern tíma er lampatími þá er það nú í skammdeginu. Lampar eru víða til í miklu úrvali en fyrir þá sem vilja eiga lampa sem eru öðruvísi eru lamparnir hennar Steinunnar Óskar Óskarsdóttur skemmtilegur kostur.

Hugleiðsluhorn Guðmundar Ólafs

Þegar Guðmundur Ólafsson leikari og leikskáld þarf að hreinsa til fyrir nýjum hugmyndum sest hann í gamla stólinn í horninu á þétt skipuðu vinnuherberginu og grípur í gítarinn.

Marianne Faithfull í kvöld

Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld.

Þórólfur Árnason borgarstjóri?

Þórólfi Árnasyni, alnafna borgarstjóra, datt í hug að gefa kost á sér í embættið til að spara borginni prentkostnað.

Glímt við þjóðveginn

Rokksýningin í Egilsbúð í ár ber yfirskriftina Glímt við þjóðveginn. Sýnt hefur verið þrisvar sinnum fyrir troðfullu húsi og mikinn fögnuð gesta. Þessar uppákomur BRJÁN og Egilsbúðar eru löngu orðnar landsþekktar, enda sýnt um miðjan janúar ár hvert á Broadway, jafnan fyrir fullu húsi.

Landsins snjallasti versti sjónvarpsþátturinn

Sjónvarpsþátturinn "Landsins snjallasti" sem sýndur var á Skjá einum, er versti sjónvarpsþátturinn í ár, að mati hlustenda útvarpsstöðvarinnar Skonnrokk. Verðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.

Kosningu að ljúka í Gullkindinni

Niðurstöður í "Gullkindinni 2004" verða tilkynntar annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Kosning hefur staðið yfir á <a href="http://www.skonrokk.is/" target="_blank"><strong>skonrokk.is</strong></a><strong> </strong>í rúma viku og lýkur henni á miðnætti í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir