Fókus býður á The Grudge 12. nóvember 2004 00:01 Í Fókus í dag er fjöldi viðtala og skemmtilegheita. Tekið er hús á Mugison og kærustu hans, Mugimama og þau spurð út í samstarfið á nýju plötunni og litla barnið sem er á leiðinni, Minimug. Hip hopið er þrjátíu ára og saga þess því rakin ítarlega. Aggi Agzilla býr í NY, er að fara að hanna næturklúbb fyrir margar milljónir dollara og gefa út tónlist hjá ektavini sínum, Goldie. Forsíðuna að þessu sinni prýðir Kristín Eiríksdóttir ljóðskáld. Einnig er í Fókus próf um þekkingu á bókunum sem koma út þessa dagana. Djammkortið skýrir frá öllum viðburðum á börunum niðri í bæ. Party Zone-gengið segir frá árshátíð plötusnúðanna, sem er í kvöld á NASA og á morgun á Bar Bianco. Þá býður Fókus á hrollvekju ársins, The Grudge Til þess að fá miða á The Grudge þarf að kaupa sér DV í dag, sem Fókus fylgir með. Þar er miði sem klippa skal út mæta með í Skaftahlíð í afgreiðslu Fókus. Ef þú ert ekki of lengi á leiðinni færðu bíómiða í Sambíóin á hrollvekju ársins, The Grudge. BÍÓSÆTIN VERÐA BLAUT Þeir sem fara á The Grudge eru ekki samir eftir á og bíósætin verða bókstaflega blaut. Sarah Michelle Gellar er að verða ein vinsælasta hrollvekjuleikkona samtímans. Ekki nóg með hylli þeirra sem nenntu að fylgjast með skutlunni og vampírubananum Buffy til enda, vinsældir hrollvekjanna Scream 2 og I know what you did Last Summer voru einnig miklar. Bill Pullman byrjar bölvunina Sarah heldur áfram á sömu leið. Nú í endurgerð á japanskri hrollvekju, The Grudge. Myndin er auðvitað í Ringu-bylgjunni, sem hefur einnig borið á land myndir á borð við The Eye og Dark Water. Myndin er tekin í Tókýó af Japönum og leikstjórinn er hinn sami og gerði fyrri útgáfuna, Ju-on. Þessir menn kunna sitt fag. Sarah leikur unga konu, sem fylgir kærastanum sínum til Japan í nám. Hún tekur að sér heimahjúkrun og fyllir í skarð hjúkku sem hvarf sporlaust. Drungalegt hús er vinnustaðurinn, sjúklingurinn rúmföst kona sem starir út í loftið og umhverfið vægast sagt ógnvænlegt. Það sem fylgir eru auðvitað könnunarferðir um húsið þar sem tveir draugar, móðir og sonur, eru í aðalhlutverki auk hrottalegra dauðsfalla nokkurra utanaðkomandi greyja sem vita ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Sarah kemst að því að bölvun hvílir yfir húsinu, reiðibölvun. Enginn annar en Bill Pullman á heiðurinn af því að hafa hrundið henni af stað og hún breiðir sig ört út, ekki ósvipað videospólunni í Ringu. Besti hrollur síðari ára Flestir eru sammála um það að leikstjóranum Takashi Shimizu takist einkar vel upp með The Grudge. Hann hræði líftóruna úr áhorfendum með ýmsum bregðum, þetta sé einn besti vinsældahrollur síðari ára. Hann er líka búinn að æfa sig vel. Gerði originalinn, framhaldsmynd og sjónvarpsmynd í Japan upp úr sömu sögu. Það er ekki skrýtið að myndin sé borin saman við Ringu. Framleiðandinn Taka Ishice kom að gerð þeirra beggja. Honum til halds og trausts við framleiðslu The Grudge var enginn annar en leikstjóri Köngulóarmannsins, Sam Raimi. Myndin og draugar hennar koma áhorfendum sífellt á óvart. Útlitið er dökkt og allt reynt til að fá öskrin upp úr kverkunum. Þó framleiðslan og flestir leikaranna séu bandarískir þykir japanska hrollstemmningin skila sér fullkomlega. Sarah Michelle Gellar er í toppformi og virðist vera í góðum málum sem hrollvekjudrottningin. Hún gæti sjálf farið að skrifa og leikstýra hrollvekjum. The Grudge er sýnd í Sambíóunum. Menning Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Í Fókus í dag er fjöldi viðtala og skemmtilegheita. Tekið er hús á Mugison og kærustu hans, Mugimama og þau spurð út í samstarfið á nýju plötunni og litla barnið sem er á leiðinni, Minimug. Hip hopið er þrjátíu ára og saga þess því rakin ítarlega. Aggi Agzilla býr í NY, er að fara að hanna næturklúbb fyrir margar milljónir dollara og gefa út tónlist hjá ektavini sínum, Goldie. Forsíðuna að þessu sinni prýðir Kristín Eiríksdóttir ljóðskáld. Einnig er í Fókus próf um þekkingu á bókunum sem koma út þessa dagana. Djammkortið skýrir frá öllum viðburðum á börunum niðri í bæ. Party Zone-gengið segir frá árshátíð plötusnúðanna, sem er í kvöld á NASA og á morgun á Bar Bianco. Þá býður Fókus á hrollvekju ársins, The Grudge Til þess að fá miða á The Grudge þarf að kaupa sér DV í dag, sem Fókus fylgir með. Þar er miði sem klippa skal út mæta með í Skaftahlíð í afgreiðslu Fókus. Ef þú ert ekki of lengi á leiðinni færðu bíómiða í Sambíóin á hrollvekju ársins, The Grudge. BÍÓSÆTIN VERÐA BLAUT Þeir sem fara á The Grudge eru ekki samir eftir á og bíósætin verða bókstaflega blaut. Sarah Michelle Gellar er að verða ein vinsælasta hrollvekjuleikkona samtímans. Ekki nóg með hylli þeirra sem nenntu að fylgjast með skutlunni og vampírubananum Buffy til enda, vinsældir hrollvekjanna Scream 2 og I know what you did Last Summer voru einnig miklar. Bill Pullman byrjar bölvunina Sarah heldur áfram á sömu leið. Nú í endurgerð á japanskri hrollvekju, The Grudge. Myndin er auðvitað í Ringu-bylgjunni, sem hefur einnig borið á land myndir á borð við The Eye og Dark Water. Myndin er tekin í Tókýó af Japönum og leikstjórinn er hinn sami og gerði fyrri útgáfuna, Ju-on. Þessir menn kunna sitt fag. Sarah leikur unga konu, sem fylgir kærastanum sínum til Japan í nám. Hún tekur að sér heimahjúkrun og fyllir í skarð hjúkku sem hvarf sporlaust. Drungalegt hús er vinnustaðurinn, sjúklingurinn rúmföst kona sem starir út í loftið og umhverfið vægast sagt ógnvænlegt. Það sem fylgir eru auðvitað könnunarferðir um húsið þar sem tveir draugar, móðir og sonur, eru í aðalhlutverki auk hrottalegra dauðsfalla nokkurra utanaðkomandi greyja sem vita ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Sarah kemst að því að bölvun hvílir yfir húsinu, reiðibölvun. Enginn annar en Bill Pullman á heiðurinn af því að hafa hrundið henni af stað og hún breiðir sig ört út, ekki ósvipað videospólunni í Ringu. Besti hrollur síðari ára Flestir eru sammála um það að leikstjóranum Takashi Shimizu takist einkar vel upp með The Grudge. Hann hræði líftóruna úr áhorfendum með ýmsum bregðum, þetta sé einn besti vinsældahrollur síðari ára. Hann er líka búinn að æfa sig vel. Gerði originalinn, framhaldsmynd og sjónvarpsmynd í Japan upp úr sömu sögu. Það er ekki skrýtið að myndin sé borin saman við Ringu. Framleiðandinn Taka Ishice kom að gerð þeirra beggja. Honum til halds og trausts við framleiðslu The Grudge var enginn annar en leikstjóri Köngulóarmannsins, Sam Raimi. Myndin og draugar hennar koma áhorfendum sífellt á óvart. Útlitið er dökkt og allt reynt til að fá öskrin upp úr kverkunum. Þó framleiðslan og flestir leikaranna séu bandarískir þykir japanska hrollstemmningin skila sér fullkomlega. Sarah Michelle Gellar er í toppformi og virðist vera í góðum málum sem hrollvekjudrottningin. Hún gæti sjálf farið að skrifa og leikstýra hrollvekjum. The Grudge er sýnd í Sambíóunum.
Menning Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“