Þetta gerist allt í hausnum á mér 12. nóvember 2004 00:01 Kristín Eiríksdóttir vakti athygli margra þegar hún vann ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu í vor. Nú er komin út hennar fyrsta ljóðabók, Kjötbærinn. Kristín prýðir forsíðu Fókus í dag, þar sem m.a. að finna próf um þekkingu á bókunum sem koma út þessa dagana, ítarlega úttekt á 30 ára sögu hip hops, viðtal við Agga Agzilla og margt fleira. "Eru flestir hlutir ekki nógu einfaldir? Þurfum við að leitast að því að einfalda allt annað?" segir Kristín Eiríksdóttir skáldkona þegar hún er beðin um að einfalda víddaflakk aðalpersónu Kjötbæjarins, hennar fyrstu bókar. Kjötbærin kemur út hjá Bjarti og hefur fengið prýðisviðtökur bókmenntaspekúlanta. Kristín teiknaði myndir með textanum og hannaði bókina sjálf en hún er einnig myndlistarmaður á þriðja ári í Listaháskólanum. Þar eiga innsetningar hug hennar allan. Súrrealískir beinstúfar Kjötbærinn fjallar um rugludallinn Kötu og samband hennar við kærastann Kalvin. Kata er sögumaðurinn og hana dreymir illa, jafnt í vöku og svefni. Kalvin reynir að sporna við því í fyrstu, tekur niður þungarokksplagöt sem prýddu veggi herbergi þeirra. Það stöðvar ekki þróunina, Kata svífur áfram í eigin heimi og móttekur óskiljanleg tákn úr öðrum heimi. Bókin er skrifuð í hálfgerðum prósa. Kristín leyfir textanum að flæða áfram og úr því koma stundum óhefðbundnar lýsingar á borð við "Ég held vart höfði, missi það sífellst út á öxl" og "... heldur þéttingstaki brennandi beinstúfum í hnakkafeldinn logandi". Súrrealískur blær svífur yfir vötnum. "Ég skrifaði ekki meðvitað súrrealískt þó áhrifin í Kjötbænum séu þannig. Ef vatnið þarf að vera þurrt þá er það þurrt. Enn betra ef það er skært." Hún segir ekki allt þurfa að fylgja fyrirfram ákveðinni rökhyggju. "Rök eru persónuleg, ekki sameiginleg. Bókin fjallar að vissu leyti um það." Kristín segir Kötu ekki byggða á henni og Kalvin ekki vísa í gamla kærasta hennar. "Þetta er skáldskapur. Ég vil ekki gera lesendum það að sjá mig fyrir sér sem Kötu. Þetta gerist í höfðinu á mér og kemur því allt frá mér. Þetta er bókin mín. Það á ekki að spyrja skáld hvað það var að hugsa eða hvar það orti ljóð. Skáldið veit það ekki sjálft. Þess vegna orti það ljóðið." Í Fókus, sem fylgir með DV í dag, er að finna viðtalið við Kristínu í heild sinni. Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Kristín Eiríksdóttir vakti athygli margra þegar hún vann ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu í vor. Nú er komin út hennar fyrsta ljóðabók, Kjötbærinn. Kristín prýðir forsíðu Fókus í dag, þar sem m.a. að finna próf um þekkingu á bókunum sem koma út þessa dagana, ítarlega úttekt á 30 ára sögu hip hops, viðtal við Agga Agzilla og margt fleira. "Eru flestir hlutir ekki nógu einfaldir? Þurfum við að leitast að því að einfalda allt annað?" segir Kristín Eiríksdóttir skáldkona þegar hún er beðin um að einfalda víddaflakk aðalpersónu Kjötbæjarins, hennar fyrstu bókar. Kjötbærin kemur út hjá Bjarti og hefur fengið prýðisviðtökur bókmenntaspekúlanta. Kristín teiknaði myndir með textanum og hannaði bókina sjálf en hún er einnig myndlistarmaður á þriðja ári í Listaháskólanum. Þar eiga innsetningar hug hennar allan. Súrrealískir beinstúfar Kjötbærinn fjallar um rugludallinn Kötu og samband hennar við kærastann Kalvin. Kata er sögumaðurinn og hana dreymir illa, jafnt í vöku og svefni. Kalvin reynir að sporna við því í fyrstu, tekur niður þungarokksplagöt sem prýddu veggi herbergi þeirra. Það stöðvar ekki þróunina, Kata svífur áfram í eigin heimi og móttekur óskiljanleg tákn úr öðrum heimi. Bókin er skrifuð í hálfgerðum prósa. Kristín leyfir textanum að flæða áfram og úr því koma stundum óhefðbundnar lýsingar á borð við "Ég held vart höfði, missi það sífellst út á öxl" og "... heldur þéttingstaki brennandi beinstúfum í hnakkafeldinn logandi". Súrrealískur blær svífur yfir vötnum. "Ég skrifaði ekki meðvitað súrrealískt þó áhrifin í Kjötbænum séu þannig. Ef vatnið þarf að vera þurrt þá er það þurrt. Enn betra ef það er skært." Hún segir ekki allt þurfa að fylgja fyrirfram ákveðinni rökhyggju. "Rök eru persónuleg, ekki sameiginleg. Bókin fjallar að vissu leyti um það." Kristín segir Kötu ekki byggða á henni og Kalvin ekki vísa í gamla kærasta hennar. "Þetta er skáldskapur. Ég vil ekki gera lesendum það að sjá mig fyrir sér sem Kötu. Þetta gerist í höfðinu á mér og kemur því allt frá mér. Þetta er bókin mín. Það á ekki að spyrja skáld hvað það var að hugsa eða hvar það orti ljóð. Skáldið veit það ekki sjálft. Þess vegna orti það ljóðið." Í Fókus, sem fylgir með DV í dag, er að finna viðtalið við Kristínu í heild sinni.
Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira