Lífið

Framhald á Farenheit 9-11

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hyggst gera framhald á mynd sinnin Fahrenheit 9-11. Moore segir að myndin eigi að heita Fahrenheit 9-11 og hálfur, og vera tilbúin innan tveggja til þriggja ára. Ástæða þess, að Moore hyggst gera framhald á myndinni, er sú, að hann segir að fimmtíu og eitt prósent bandarísku þjóðarinnar hafi ekki haft nægar og réttar upplýsingar til að taka skynsamlega ákvörðun í síðustu kosningum og því sé nauðsynlegt að mennta lýðinn. Og Moore bætti því við að eitt væri gott við sigur George Bush í kosningunum í síðustu viku: að samkvæmt lögum mætti hann ekki bjóða sig fram á ný.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.