Gráu hárunum fjölgar 17. nóvember 2004 00:01 "Það er töluverð starfsemi hjá okkur," segir Arngrímur Jóhannsson um hið 68 ára gamla Flugmálafélag Íslands en hann var endurkjörinn forseti á þingi þess fyrir skemmstu. "Þetta er grasrótarhreyfing og við snúumst í öllu sem við kemur flugi. Félagið á aðild að alþjóðsasamtökum og nú eru aðalmálin breyttar reglur um læknisskoðanir og ábyrgða- og skírteinamál fyrir einkaflugmenn." Áhugi Arngríms á flugi og flugmálum ríður ekki við einteyming og vart hefur annað komist að í lífi hans. Sem polli varði hann dögunum við flugvelli og fylgdist með vélunum koma og fara. Þessu er öðruvísi háttað í dag. "Fjórtán ára strákur fer ekki lengur út á Reykjavíkurflugvöll til að skoða flugvélar. Öryggismálin verða sífellt stífari og stífari og áhugamönnum er haldið frá flugvöllum," segir Arngrímur heldur óhress með þróun mála því þetta bitnar óneitanlega á áhuganum. "Það er synd að gráu hárunum fjölgar á þessu áhugamannaliði, það er ekki næg endurnýjun." Auk þess að flugvellirnir eru nú rammgerðari en fyrr viðurkennir Arngrímur að sportið sé dýrt og því ekki á allra færi að stunda það. Þrátt fyrir nokkurn vilja á Flugmálafélagið ekki athygli Arngríms óskipta, enn er hann stjórnarformaður Atlanta auk þess sem hann flýgur fyrir félagið og þjálfar flugmenn þess. Arngrímur hlær þegar hann er spurður hvort sé skemmtilegra: "Það er voða lítið spenandi að sitja við skrifborð," segir hann og stekkur upp í flugvél á leið til Akureyrar. Á mánudaginn eru svo áfangastaðirnir Dubai og Kúala Lúmpúr. Innlent Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
"Það er töluverð starfsemi hjá okkur," segir Arngrímur Jóhannsson um hið 68 ára gamla Flugmálafélag Íslands en hann var endurkjörinn forseti á þingi þess fyrir skemmstu. "Þetta er grasrótarhreyfing og við snúumst í öllu sem við kemur flugi. Félagið á aðild að alþjóðsasamtökum og nú eru aðalmálin breyttar reglur um læknisskoðanir og ábyrgða- og skírteinamál fyrir einkaflugmenn." Áhugi Arngríms á flugi og flugmálum ríður ekki við einteyming og vart hefur annað komist að í lífi hans. Sem polli varði hann dögunum við flugvelli og fylgdist með vélunum koma og fara. Þessu er öðruvísi háttað í dag. "Fjórtán ára strákur fer ekki lengur út á Reykjavíkurflugvöll til að skoða flugvélar. Öryggismálin verða sífellt stífari og stífari og áhugamönnum er haldið frá flugvöllum," segir Arngrímur heldur óhress með þróun mála því þetta bitnar óneitanlega á áhuganum. "Það er synd að gráu hárunum fjölgar á þessu áhugamannaliði, það er ekki næg endurnýjun." Auk þess að flugvellirnir eru nú rammgerðari en fyrr viðurkennir Arngrímur að sportið sé dýrt og því ekki á allra færi að stunda það. Þrátt fyrir nokkurn vilja á Flugmálafélagið ekki athygli Arngríms óskipta, enn er hann stjórnarformaður Atlanta auk þess sem hann flýgur fyrir félagið og þjálfar flugmenn þess. Arngrímur hlær þegar hann er spurður hvort sé skemmtilegra: "Það er voða lítið spenandi að sitja við skrifborð," segir hann og stekkur upp í flugvél á leið til Akureyrar. Á mánudaginn eru svo áfangastaðirnir Dubai og Kúala Lúmpúr.
Innlent Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira