Kristján er heitastur í Danmörku 19. nóvember 2004 00:01 Fókus fylgir DV í dag og þar er allt fullt af ótrúlegum skemmtilegheitum. Valin eru bestu og verstu plötuumslög íslensku jólavertíðarinnar, birtar myndir úr heimildarmyndinni um Mínus eftir Frosta Runólfsson, talað við íslenska fyrirsætu sem var valin Miss Colorado en vinnur nú fyrir sér í bikiní í glerkassa í álíka frosti og er hér hjá okkur ---- OG MARGT FLEIRA. Í Fókus er líka viðtal við Kristján Eggertsson, sem er aðalsprautan í hljómsveitinni Delicia Mini sem er það heitasta í Danaveldi nú um stundir. Lög þeirra eru spiluð margsinnis á dag, plötudómarnir hafa verið frábærir og þeir rjúka upp vinsældarlistanna. Fókus hringdi í Kristján og fékk að vita hvað væri eiginlega í gangi. "Það er alla vega búið að ganga vel síðustu tvær vikurnar," segir Kristján Eggertsson gítarleikari, söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Delicia Mini sem er að gera allt vitlaust í Danmörku þessa dagana. Fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Skuggi, kom út fyrir tveimur vikum og hefur þegar fengið gríðar góðar viðtökur. Tónlist þeirra er sögð vera einhvers staðar á milli sirkustónlistar og Belle and Sebastian. Fullt hús á öllum stöðum "Politiken útnefndi plötuna eina af þeim fimm bestu í augnablikinu og Danmarks Radio valdi okkur nafn mánaðarins í nóvember og gaf plötunni fimm stjörnur. Gaffa, sem er stærsta tónlistartímaritið í Danmörku, gaf henni líka fimm stjörnur og þetta hefur verið svipað annars staðar," segir Kristján sem er að vonum ángæður með viðtökurnar. Hann er aðal laga- og textahöfundur bandsins en lag þeirra Pull the Trees Down fór beint í annað sætið á "Den Elektriske Barometer" sem er helsti óháði vinsældarlistinn í Danmörku. "Svo var annað lag, Back to Pieces, valið smáskífa vikunnar á útvarpsstöðinni P3," sem er eins konar Rás2 þeirra Dana og sú stöð sem hefur mesta hlustun. Já, það er nóg að gerast hjá Kristjáni. Viðtalið við hann má lesa í fullri lengd í Fókus, sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Fókus fylgir DV í dag og þar er allt fullt af ótrúlegum skemmtilegheitum. Valin eru bestu og verstu plötuumslög íslensku jólavertíðarinnar, birtar myndir úr heimildarmyndinni um Mínus eftir Frosta Runólfsson, talað við íslenska fyrirsætu sem var valin Miss Colorado en vinnur nú fyrir sér í bikiní í glerkassa í álíka frosti og er hér hjá okkur ---- OG MARGT FLEIRA. Í Fókus er líka viðtal við Kristján Eggertsson, sem er aðalsprautan í hljómsveitinni Delicia Mini sem er það heitasta í Danaveldi nú um stundir. Lög þeirra eru spiluð margsinnis á dag, plötudómarnir hafa verið frábærir og þeir rjúka upp vinsældarlistanna. Fókus hringdi í Kristján og fékk að vita hvað væri eiginlega í gangi. "Það er alla vega búið að ganga vel síðustu tvær vikurnar," segir Kristján Eggertsson gítarleikari, söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Delicia Mini sem er að gera allt vitlaust í Danmörku þessa dagana. Fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Skuggi, kom út fyrir tveimur vikum og hefur þegar fengið gríðar góðar viðtökur. Tónlist þeirra er sögð vera einhvers staðar á milli sirkustónlistar og Belle and Sebastian. Fullt hús á öllum stöðum "Politiken útnefndi plötuna eina af þeim fimm bestu í augnablikinu og Danmarks Radio valdi okkur nafn mánaðarins í nóvember og gaf plötunni fimm stjörnur. Gaffa, sem er stærsta tónlistartímaritið í Danmörku, gaf henni líka fimm stjörnur og þetta hefur verið svipað annars staðar," segir Kristján sem er að vonum ángæður með viðtökurnar. Hann er aðal laga- og textahöfundur bandsins en lag þeirra Pull the Trees Down fór beint í annað sætið á "Den Elektriske Barometer" sem er helsti óháði vinsældarlistinn í Danmörku. "Svo var annað lag, Back to Pieces, valið smáskífa vikunnar á útvarpsstöðinni P3," sem er eins konar Rás2 þeirra Dana og sú stöð sem hefur mesta hlustun. Já, það er nóg að gerast hjá Kristjáni. Viðtalið við hann má lesa í fullri lengd í Fókus, sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“