Lífið

Eignast tvíbura 59 ára

59 ára gömul langamma í Bandaríkjunum er ólétt af tvíburum, sem eiga að líta dagsins ljós í næsta mánuði. Ef allt gengur að óskum er um heimsmet að ræða, því elsta kona sem eignast hefur tvíbura hingað til, var 56 ára gömul. Það ótrúlegasta við þetta allt saman er að konan, sem á fimm börn, 14 barnabörn og 6 barna-barnabörn, fór í ófrjósemisaðgerð fyrir 33 árum síðan. Hún eignaðist sitt fyrsta barn 15 ára gömul og því munu heil 44 ár skilja elsta barn hennar frá hinum væntanlegu nýburum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.