Lífið

Veldu rétta litinn

Þegar daglegu amstri er lokið er fátt betra en að leggjast upp í rúm í svefnherbergi og slaka á. Til að geta slakað almennilega á verður svefnherbergið að vera róandi og þægilegt. Litir spila þar stórt hlutverk og mikilvægt er að velja rétta litinn. Róandi litir eru blár, grænn og fjólublár og þeir eru fullkomnir í svefnherbergið. Þeir endurnæra andann og veita svalandi og róandi tilfinningu. Einnig er afar gott að hugleiða í herbergi sem málað er blátt eða fjólublátt. Prófaðu að breyta um lit á svefnherberginu þínu og þú finnur strax mun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×