Lífið

Vandi að velja blönundartæki

Í Húsasmiðjunni er mikið til af alls konar krönum. Þeir eru til í öllum stærðum og gerðum og verðið er afskaplega mismunandi eftir því. Suma er hægt að hækka og lækka upp og enn aðrir eru með innbyggðum skynjara sem kemur vatnsbunu af stað um leið og hendur komast í snertingu við hann. Í versluninni Baðstofunni er glæný lína að koma um næstu mánaðamót. Sú lína heitir Egon og er þegar orðin heit í Evrópu að sögn starfsmanna verslunarinnar, enda mjög stílhrein. Línan er mjög fersk og ólík öðru sem fæst hér á landi. Starfsmenn verslunarinnar segja algengt að fólk velji blöndunartæki í minimalískum stíl eins og Egon-línan er öll. Línurnar í blöndunartækjum hafa verið mjög beinar að undanförnu en nú eru bogaformin aðeins farin að láta ljós sitt skína, sem gerir að verkum að blöndunartækin verða meira lifandi.
Sýnishorn úr Baðstofunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×