Harry Belafonte á Íslandi 19. nóvember 2004 00:01 Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag. Harry Belafonte lýsir upp þau herbergi sem hann gengur inn í. Hann hefur mikla útgeislun og nær til fólks. Þess vegna er hann góður velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hér á landi buðu Belafonte til Íslands, bæði vegna þess að verið er að opna nýja skrifstofu og hefja nýtt starf og til að stjarnan gæti talað til íslensku þjóðarinnar og sagt henni að umheimurinn fagni stuðningi hennar og vilja til að hjálpa börnum í vanþróuðu ríkjunum. Belafonte hefur barist gegn fátækt í áratugi. Hann fæddist sjálfur í örbirgð og segist hafa horft á móður sína strita alla ævi við að reyna að losa börnin sín undan fátæktinni. „Þangað til ég fæddist hafði enginn í minni ætt gengið í skóla. Í baráttunni við fátæktina hef ég alltaf skilið að til að koma í veg fyrir kúgun verða hinir undirokuðu að taka frumkvæðið,“ segir Belafonte. Belafonte segist hafa ákveðið að nýta frægð sína til góðra verka. Þegar hann fór að njóta þessarar gífurlegu velgengi spurði hann sjálfan sig hvað hann ætti að gera við svona mikla velgengni. Hann gæti annað hvort eytt ævinni í sjálfsdýrkun og eiginhagsmunapot eða litið í kringum sig og spurt: Hvernig getur maður tekið þátt í að leysa þessi vandamál og notað styrk sinn til að hafa áhrif? „Að þessu leyti hef ég haft tækifæri til að gera ótrúlega hluti,“ segir söngvarinn sem starfaði meðal annars með blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, John Kennedy Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela. Belafonte er alltaf spurður um frægasta lagið sitt, „Deo“. Hann segir titilinn þýða „dögun“. Hann ólst upp í Karíbahafinu þar sem fjölskylda hans starfaði við að uppskera sykurreyr og banana og við að lesta skipin. Fólkið söng alltaf í vinnunni því það hjálpaði því við vinnuna að sögn Belafontes. Á meðal þess sem mennirnir í uppskipuninni sungu var lagið fræga: „Deo, deo. Dagsbirtan kemur og ég vil fara heim ...“ Þeir unnu aðallega á nóttunni og í dögun gaf verkstjórinn merki með því að syngja þetta lag.“ Upplýsingar um það hvernig á að gerast heimsforeldri má finna á unicef.is eða hringja í 575 1520. Innlent Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Skemmtikrafturinn heimsfrægi Harry Belafonte er hér á landi og hvetur Íslendinga til að gerast heimsforeldrar. Hægt er að hitta Belafonte í Smáralind á morgun þegar hann opnar þar ljósmyndasýningu um Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti hann í dag. Harry Belafonte lýsir upp þau herbergi sem hann gengur inn í. Hann hefur mikla útgeislun og nær til fólks. Þess vegna er hann góður velgjörðarsendiherra fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hér á landi buðu Belafonte til Íslands, bæði vegna þess að verið er að opna nýja skrifstofu og hefja nýtt starf og til að stjarnan gæti talað til íslensku þjóðarinnar og sagt henni að umheimurinn fagni stuðningi hennar og vilja til að hjálpa börnum í vanþróuðu ríkjunum. Belafonte hefur barist gegn fátækt í áratugi. Hann fæddist sjálfur í örbirgð og segist hafa horft á móður sína strita alla ævi við að reyna að losa börnin sín undan fátæktinni. „Þangað til ég fæddist hafði enginn í minni ætt gengið í skóla. Í baráttunni við fátæktina hef ég alltaf skilið að til að koma í veg fyrir kúgun verða hinir undirokuðu að taka frumkvæðið,“ segir Belafonte. Belafonte segist hafa ákveðið að nýta frægð sína til góðra verka. Þegar hann fór að njóta þessarar gífurlegu velgengi spurði hann sjálfan sig hvað hann ætti að gera við svona mikla velgengni. Hann gæti annað hvort eytt ævinni í sjálfsdýrkun og eiginhagsmunapot eða litið í kringum sig og spurt: Hvernig getur maður tekið þátt í að leysa þessi vandamál og notað styrk sinn til að hafa áhrif? „Að þessu leyti hef ég haft tækifæri til að gera ótrúlega hluti,“ segir söngvarinn sem starfaði meðal annars með blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, John Kennedy Bandaríkjaforseta og Nelson Mandela. Belafonte er alltaf spurður um frægasta lagið sitt, „Deo“. Hann segir titilinn þýða „dögun“. Hann ólst upp í Karíbahafinu þar sem fjölskylda hans starfaði við að uppskera sykurreyr og banana og við að lesta skipin. Fólkið söng alltaf í vinnunni því það hjálpaði því við vinnuna að sögn Belafontes. Á meðal þess sem mennirnir í uppskipuninni sungu var lagið fræga: „Deo, deo. Dagsbirtan kemur og ég vil fara heim ...“ Þeir unnu aðallega á nóttunni og í dögun gaf verkstjórinn merki með því að syngja þetta lag.“ Upplýsingar um það hvernig á að gerast heimsforeldri má finna á unicef.is eða hringja í 575 1520.
Innlent Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira