Útvarpslestur í Kópavogi 18. nóvember 2004 00:01 Hlustendur Morgunvaktarinnar í Útvarpinu þekkja hljómmikla og yfirvegaða rödd Jóns Ásgeirs Sigurðssonar. Hann hefur upp raust sína laust eftir klukkan hálf átta á morgnana og skýrir frá skrifum leiðarahöfunda heimsblaðanna á hverjum morgni. Öfugt við flesta starfsmenn Morgunvaktar og annarra þátta Útvarpsins situr Jón ekki í hljóðstofu í Efstaleiti 1 heldur heima hjá sér í Kópavoginum. Og reyndar situr hann ekki heldur stendur. "Margrét Pálsdóttir, málfarsráðunautur, ráðlagði mér að standa. Röddin fær betri hljómbotn þegar ég stend en það tekur hana víst tvo tíma að vakna." Það er af praktískum ástæðum sem Jón Ásgeir kýs að vinna heima svo snemma morguns. "Það sparar mér tíma að hafa þetta svona. Ég get vaknað klukkan sex og byrjað að vinna í stað þess að vakna rúmlega fimm og fara upp í Útvarp." Hann segist alltaf vera fullklæddur við leiðaralesturinn og hafi fyrir reglu að fá sér morgunverð áður en útsending hefst. "Ég reyndi fyrst að gera þetta á fastandi maga en það virkaði ekki nógu vel." Það er engin nýlunda fyrir Jón Ásgeir að framleiða útvarpsefni heima hjá sér, hann var fréttaritari Útvarpsins í Bandaríkjunum í níu ár og hafði sama hátt á þar þegar hann flutti Íslendingum tíðindi af gangi mála vestan hafs. Þegar leiðaralesturinn er afstaðinn lítur Jón Ásgeir í íslensku dagblöðin og skondrast svo yfir í Sundlaug Kópavogs þar sem hann syndir fimm hundruð metrana. Þaðan liggur leiðin svo í höfuðstöðvarnar í Efstaleitinu á ritstjórnarfund sem hefst 9.15. Auk leiðaralestursins á Morgunvaktinni vinnur hann efni í Spegilinn og sér um Helgarvaktina sem er á Rás 1 á sunnudögum. Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Hlustendur Morgunvaktarinnar í Útvarpinu þekkja hljómmikla og yfirvegaða rödd Jóns Ásgeirs Sigurðssonar. Hann hefur upp raust sína laust eftir klukkan hálf átta á morgnana og skýrir frá skrifum leiðarahöfunda heimsblaðanna á hverjum morgni. Öfugt við flesta starfsmenn Morgunvaktar og annarra þátta Útvarpsins situr Jón ekki í hljóðstofu í Efstaleiti 1 heldur heima hjá sér í Kópavoginum. Og reyndar situr hann ekki heldur stendur. "Margrét Pálsdóttir, málfarsráðunautur, ráðlagði mér að standa. Röddin fær betri hljómbotn þegar ég stend en það tekur hana víst tvo tíma að vakna." Það er af praktískum ástæðum sem Jón Ásgeir kýs að vinna heima svo snemma morguns. "Það sparar mér tíma að hafa þetta svona. Ég get vaknað klukkan sex og byrjað að vinna í stað þess að vakna rúmlega fimm og fara upp í Útvarp." Hann segist alltaf vera fullklæddur við leiðaralesturinn og hafi fyrir reglu að fá sér morgunverð áður en útsending hefst. "Ég reyndi fyrst að gera þetta á fastandi maga en það virkaði ekki nógu vel." Það er engin nýlunda fyrir Jón Ásgeir að framleiða útvarpsefni heima hjá sér, hann var fréttaritari Útvarpsins í Bandaríkjunum í níu ár og hafði sama hátt á þar þegar hann flutti Íslendingum tíðindi af gangi mála vestan hafs. Þegar leiðaralesturinn er afstaðinn lítur Jón Ásgeir í íslensku dagblöðin og skondrast svo yfir í Sundlaug Kópavogs þar sem hann syndir fimm hundruð metrana. Þaðan liggur leiðin svo í höfuðstöðvarnar í Efstaleitinu á ritstjórnarfund sem hefst 9.15. Auk leiðaralestursins á Morgunvaktinni vinnur hann efni í Spegilinn og sér um Helgarvaktina sem er á Rás 1 á sunnudögum.
Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira