Lífið

Eiður Smári frægastur

Íslendingar eru jafnan uppteknir af frægðinni og stundum er sagt að hver sem er geti orðið frægur hér á landi. Þó sannleikskorn kunni að leynast í því er aftur á móti staðreynd að það getur ekki hver sem er orðið FRÆGUR, hvað þá náð langt í útlöndum. En hver er mælikvarðinn á frægðina, er hægt að finna einhvern óháðan sem getur ákvarðað hver er frægasti Íslendingurinn. DV leitaði til saklausasta og ómengaðasta hóps álitsgjafa landsins -- grunnskólakrakka. Fjórir mismunandi bekkir í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu fengu þetta verðuga verkefni í vikunni og sigurvegarinn er Eiður Smári Guðjohnsen. Lista yfir tíu frægustu Íslendingana er að finna í helgarblaði DV ásamt nöfnum allra þeirra sem nefndir voru í könnuninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.