Fleiri fréttir

Tony Bennett kemur til landsins

Tónlistarmaðurinn Tony Bennett mun stíga á svið í Hörpunni 10. ágúst næstkomandi. Það er fyrirtækið Sena sem flytur tónlistargoðið inn sem hefur unnið 17 Grammy verðlaun á 60 ára ferli. Síðast gátu útvarpshlustendur heyrt Bennett syngja með Amy Winehouse en dúett þeirra varð feykilega vinsæll eftir andlát Winehouse.

Lopez gælir við unglambið

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá ljósmynd sem söng- og leikkonan Jennifer Lopez setti á Twitter síðuna sína Valentínusardaginn. Myndin, sem er svart/hvít, sýnir Jennifer og kærastan hennar, dansarann Casper Sma fáklædd í faðmlögum þar sem hann kyssir höfuð söngkonunnar og hún hvílir á húðflúraðri hendi hans með lokuð augun. Myndin var fjarlægð af síðunni hennar daginn eftir.

Gott að vera vitur eftir á

Sigríður Margrét Oddsdóttir var óþolandi metnaðar­fullur nemandi sem ætlaði sér alla tíð stóra hluti. Hún hefur gaman að því að vinna og er í dag forstjóri Já. Fyrirtækið hefur verið mikið í umræðunni undanfarið eftir að það hlaut viðurkenningu FKA og tók þá ákvörðun um að prenta límmiða til að líma yfir Egil "Gillz“ Einarsson. Sigríður ræddi málin við Lífið.

Ótrúleg lífsreynsla á Íslandi

Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju kynningarmyndbandi um þættina sem var tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í fyrra.

Eins og falleg haglabyssa

Önnur plata bandaríska dúósins Sleigh Bells kemur út eftir helgi. Einstakur hljómurinn hefur vakið athygli víða um heim.

Melódísk og tregafull

Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar.

Sjáðu selebin á tískuviku

Fræga fólkið í Hollywood hefur verið duglegt að mæta á sýningarnar á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni má meðal annars sjá Renee Zellweger á Carolinu Herrara sýningunni, Ditu Von Teese á sýningu Zac Posen og Gisele Bundchen á sýningu Alexander Wang.

Þokkalega töff tvíburar á tískuviku

Ashley Olsen og tvíburasystir hennar, Mary-Kate, 25 ára, sátu á fremstu röð á tískusýningu J. Mendel fyrir haustið 2012 sem fram fór á tískuvikunni í New York í gær...

Sleppa úr máltíðum

Einn af hverjum sjö unglingum í Bretlandi sleppir hádegismat á hverjum degi, og einn af hverjum fimm sleppir morgunmat. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var af sérstöku ráði sem skoðar heilsumál í skólum þar í landi.

Útför Whitney í beinni á Netinu

Útför Whitney Houston á laugardaginn verður sýnd í beinni útsendingu á Netinu, eftir því sem útgefandi hennar fullyrti við fjölmiðla í dag. Útförin mun fara fram frá kirkju í New Jersey. Búist er við því að fjöldi kunnra manna og kvenna muni verða viðstaddur útförina, þar á meðal Aretha Franklin, séra Jesse Jackson og fleiri. Það er Associated Press fréttastofan sem ætlar að sýna útförina. Whitney Houstuon, sem var 48 ára gömul, fannst látin á hóteli í Beverly Hills um síðustu helgi.

Hó hó hó bleikar buxur rokka

Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr fór ekki fram hjá nærstöddum þegar hún rölti um götur Sydney klædd í bleikar síðbuxur...

Gifting í sumar

Samkvæmt heimildum OK!Magazine ætla Brad Pitt og Angelina Jolie loksins að ganga í það heilaga í sumar. Heimildarmenn blaðsins ku vera nánir vinir parsins og segja leikarana vera að skipuleggja nána athöfn í franskri höll.

Róa sig í lýtaaðgerðunum

Janice Dickinson, 57 ára, sem starfaði lengi vel sem ofurfyrirsæta var vægast sagt úrill á Heathrow flugvellinum í London í gær...

Semur fyrir Hollywood-mynd

Barði Jóhannsson hefur ásamt Daniel Hunt úr ensku hljómsveitinni Ladytron samið tónlistina við bandarísku spennumyndina Would You Rather.

Sú kann að velja þá maður

Leikkonan Michelle Williams, 31 árs, var stórglæsileg í bleikum Dior síðkjól á frumsýningu myndarinnar My Week With Marilyn kvikmyndahúsinu Gaumont Marignan í París í Frakklandi í gærkvöldi...

Sársauki nálarinnar venst seint

Húðflúr eru ávanabindandi viðurkennir Fríða Rakel sem er að þekja á sér bakið með japanskri mynd en það er Jón Þór Ísberg sem á heiðurinn af verkinu. Hann vill meina að húðflúr séu að verða stærri og litríkari.

Verður ekki að eignast barn

Jennifer Aniston hefur enn og aftur tjáð sig um viðhorf sitt til barna. Hin 43 ára leikkonan er barnlaus og hin svokallaða líffræðilega klukka hennar því farin að tifa allsvakalega.

Engin tónleikaferð

Bobby Brown, fyrrum eiginmaður hinnar sálugu Whitney Houston, hefur hætt við tónleikaferð með hljómsveit sinni New Edition til að geta verið með dóttur sinni Bobbi.

Þrjár plötur á leiðinni

Damon Albarn situr ekki með hendur í skauti því í þessum mánuði lýkur hann upptökum á þremur plötum.

Úrvinda Victoria

Hönnuðurinn Victoria Beckham lítur út fyrir að vera úrvinda eins og sjá má á myndunum...

Vodki leysti þrautina

Karlmenn sem finna á sér eftir að hafa drukkið vodka eiga auðveldara með að leysa orðaþrautir en þeir sem ekki hafa drukkið. Þetta eru niðurstöður könnunar sem var gerð af útskriftarnemum við háskólann í Illinois í Chicago.

Ómáluð Kim Kardashian

Meðfylgjandi myndir voru teknar af sjónvarpsstjörnunni Kim Kardashian yfirgefa líkamsræktina í Los Angeles. Kim fær hvergi frið fyrir ljósmyndurum...

Shakira í stórhættu

Hurð skall nærri hælum þegar sæljón reyndi að bíta söngkonuna Shakiru í Höfðaborg í Suður-Afríku. Hún var í fríi niðri á strönd þegar hún sá nokkur sæljón og ákvað að komast nálægt þeim og smella af þeim myndum. "Eitt þeirra stökk upp úr vatninu mjög hratt og stóð hálfan metra frá mér, horfði í augun á mér, öskraði og reyndi að bíta mig," sagði Shakira, sem lamaðist af ótta. Bróðir hennar Tony brást snöggt við og dró hana í burtu á síðustu stundu.

Dolly Parton fær stefgjöld

Búist er við því að söngkonan Dolly Parton eigi eftir að græða mikið á stefgjöldum á næstunni. Ástæðan er sú að hún samdi lagið I Will Always Love You sem hin sáluga Whitney Houston tók upp á sína arma. Lagið verður vafalítið mikið spilað í útvarpi og víðar næstu misserin enda eitt af einkennislögum Houston.

Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York

Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna.

Æfir vel fyrir áhættuatriði

Naomie Harris, sem leikur Bond-stúlkuna Eve í Skyfall, hefur lagt mjög hart að sér til að komast í form fyrir áhættuatriði myndarinnar. "Ég er að reyna að leika í öllum áhættuatriðunum sjálf. Ég hef hingað til leikið í þeim öllum. Eftir tvær vikur verður stórt áhættuatriði, þannig að ég veit ekki alveg hvort ég næ að leika í því,“ sagði hin 35 ára Harris.

Rektu umbann þinn núna

Meðfylgjandi má sjá leikkonuna Lindsay Lohan á tískuvikunni í New York. Þá má einnig sjá hana léttklædda sitja fyrir í vægast sagt ögrandi stellinum í tímaritinu Love. Lífið er fullt af áhættum. Af hverju ekki að taka þær, lét vandræðagemsinn hafa eftir sér.

Bobby Brown ekki velkominn í jarðaförina

Fjölskylda söngkonunnar Whitney Houston hefur tjáð Bobby Brown, fyrrum eiginmanni hennar, að hann sé ekki velkominn að vera viðstaddur jarðaför söngkonunnar, sem fram fer á laugardaginn. Söngkonan fannst látin á hótelherbergi í Beverly Hills í Bandaríkjunum um helgina þar sem Grammy verðlaunahátíðin fór fram. Bobby og Whitney voru gift í fimmtán ár en hjónabandið var mjög stormasamt og einkenndist af heimilisofbeldi og fíkniefnaneyslu. Whitney var háð eiturlyfjum í fjölda ára og í viðtali nýlega kenndi hún Bobby um fíkn sína. Þau skildu árið 2007 og eiga eina 18 ára dóttur saman.

Tobba flýr Kópavog

"Í ljósi aðstæðna kveð ég ekki með miklu trega," segir Þorbjörg Marínósdóttir, rithöfundur og kynningarfulltrúi Skjásins, sem hefur fest kaup á sinni fyrstu íbúð í 101 Reykjavík og kveður þar með Kópavog.

Harmsaga kynlífsfíkils

Shame er mögnuð mynd og varpar ljósi á þennan vægast sagt hvimleiða kvilla sem kynlífsfíkn er. Hugrökk mynd sem gleymist ekki í bráð. Michael Fassbender kemur sálarangist aðalpersónunnar vel til skila.

Lestu þetta ef þú finnur fyrir bakverkjum

"Pilates æfingar eru einstaklega góð leið til að styrkja stoðkerfið. Allar æfingar styrkja kvið- mjóbak og rass og lærvöðva. Æfingakerfið byggist á því að styrkja líkamann innan frá og út...

Scarlett klæðist 66°norður úlpum

Leikkonan Scarlett Johansson er greinilega mikill aðdáandi 66°norður. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var leikkonan klædd í svokallaða Vatnajökul Primaloft úlpu frá 66°norður á röltinu í Los Angeles á dögunum. Leikkonan var einnig í Laugavegur Down Parka úlpunni í viðtali sem tekið var á tökustað myndarinnar We bought a Zoo en þar leikur hún aðalhlutverkið á móti Matt Damon. Scarlett bætist þar með í hóp fleiri úr kvikmyndageiranum í Hollywood sem klæðast 66°norður fatnaði eins og Jake Gyllenhall, Quinten Tarantino og Eli Roth. Scarlett og fleiri leikarar í We bought a Zoo klæðast einmitt fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum í myndinni. Scarlett kemur þar m.a. fram í íslenskum pollabuxum í myndinni. Það er þó ekki eina Íslandstengingin því Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood, sá um förðunina í myndinni og Jónsi úr Sigur Rós samdi tónlistina. Myndin We bought að Zoo verður frumsýnd á Íslandi innan skamms.

Stjörnufans í Danaveldi

Margt var um valinkunna tónlistarmenn í flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld. Þar mátti meðal annars sjá Vini Sjonna sem höfðu kvöldið áður skemmt Íslendingum á þorrablóti í Óðinsvéum, en með þeim í för var einnig færeyski söngfuglinn Jógvan Hansen.

Steingrímur opnaði nýjan markað í Grimsby

Fjöldi íslenskra gesta sótti nýverið heim opnun nýs og endurnýjaðs fiskmarkaðar í Grimsby. Íslenska fyrirtækið Atlantic Fresh mun hafa leitt þróun og skipulagsvinnu við endurnýjunina.

Ævintýri með Of Monsters

"Þetta verður svakalegt ævintýri,“ segir tónlistarkonan Lay Low. Hún hitar upp fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men á stórri tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada í mars og apríl. Tónleikarnir verða átján talsins og verða þeir fyrstu í Los Angeles 20. mars en þeir síðustu í Toronto 12. apríl.

Missir ekki svefn yfir Eurovision

"Ég missi ekki svefn þótt ég fari aldrei í Eurovision. Þetta er rosalega skemmtilegt en ég kemst alveg af,“ segir Magni Ásgeirsson, sem var að keppa í fjórða sinn í Eurovision og hefur aldrei komist í lokakeppnina.

Fyrir börn og barnalega

Hugo er heillandi mynd fyrir börn og barnalegt fólk á öllum aldri. Ég skal glaður setja sjálfan mig í síðari flokkinn.

Hæðin skiptir alls engu máli

Leikarinn Peter Dinklage og eiginkona hans Erica Schmidt röltu í Soho hverfinu í New York í gær. Eins og sjá má er töluverður hæðarmunur á hjónunum sem sannar kenninguna ...

Ekki sjéns að Jolie gangi með tvíbura

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sarajevo í gær af Angelinu Jolie, 36 ára, og Brad Pitt. Ef marka má tímaritið OK! gengur Angelina með tvíbura, tvo stráka. Fyrst var parið myndað á flugvelli í Sarajevo í gær og síðar uppábúið á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar In the Land of Blood and Honey sem Angelina leikstýrði. Svarti síðkjóllinn sem Angelina klæðist á myndunum er frá Versace.

Þvílíkt umstang í kringum eina forsíðu

Nitján ára Kate Upton prýðir forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. Forsíðustúlkan var mynduð á leiðinni í viðtal í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman. Allt sem ég get sagt er að ég er virkilega stolt af þessu eintaki, sagði Kate í samtali við New York Post nokkrum dögum fyrir útkomu tímaritsins sem er gríðarlega vinsælt vestan hafs. Það þykir mjög eftirsótt af fyrirsætum að prýða forsíðu þessa tímarits.

Sjá næstu 50 fréttir