Harmsaga kynlífsfíkils Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. febrúar 2012 20:00 Bíó. Shame. Leikstjórn: Steve McQueen. Leikarar: Michael Fassbender, Carey Mulligan, Nicole Beharie, James Badge Dale, Hannah Ware. Brandon er virkur kynlífsfíkill á fertugsaldri, búsettur á Manhattan-eyju New York-borgar. Hann skoðar klám í vinnunni, kaupir þjónustu vændiskvenna og afklæðir ókunnugar konur með augunum í neðanjarðarlestinni. Hann samþykkir að hýsa litlu systur sína tímabundið en samband þeirra er stormasamt og virðist hafa verið það um nokkuð skeið. Fíkn Brandons verður sterkari og samskipti systkinanna verða stirðari með degi hverjum. Shame er mögnuð mynd og varpar ljósi á þennan vægast sagt hvimleiða kvilla sem kynlífsfíkn er. Michael Fassbender kemur sálarangist aðalpersónunnar vel til skila. Fyrrnefndur Brandon er myndarlegur og virðist eiga nóg af peningum, og á köflum minnir hann jafnvel á sjálfan Patrick Bateman úr American Psycho, en raskanirnar eru þó ekki af jafn alvarlegum toga. Það er samt brjóstumkennanlegt að fylgjast með manni sem nær honum ekki upp með manneskju sem hann heillast af, og kýs því frekar að kaupa sér kynlíf með ókunnugu fólki. Þessa raunsæju harmsögu segir leikstjórinn með löngum atriðum sem sum reyna jafnvel á þolinmæðina. Hann gætir þess að tyggja ekki upplýsingar ofan í áhorfendur sína og leyfir þeim oft að draga eigin ályktanir. Senurnar með systkinunum eru hlaðnar spennu og í loftinu er óþægileg orka sem gefur óljósar vísbendingar um hörmungar fortíðar og uppgjör framtíðar. Þetta er allt gífurlega vel gert og McQueen er kominn á blað sem einn af mest spennandi nýju leikstjórum kvikmyndanna. Niðurstaða: Hugrökk mynd sem gleymist ekki í bráð. Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. Shame. Leikstjórn: Steve McQueen. Leikarar: Michael Fassbender, Carey Mulligan, Nicole Beharie, James Badge Dale, Hannah Ware. Brandon er virkur kynlífsfíkill á fertugsaldri, búsettur á Manhattan-eyju New York-borgar. Hann skoðar klám í vinnunni, kaupir þjónustu vændiskvenna og afklæðir ókunnugar konur með augunum í neðanjarðarlestinni. Hann samþykkir að hýsa litlu systur sína tímabundið en samband þeirra er stormasamt og virðist hafa verið það um nokkuð skeið. Fíkn Brandons verður sterkari og samskipti systkinanna verða stirðari með degi hverjum. Shame er mögnuð mynd og varpar ljósi á þennan vægast sagt hvimleiða kvilla sem kynlífsfíkn er. Michael Fassbender kemur sálarangist aðalpersónunnar vel til skila. Fyrrnefndur Brandon er myndarlegur og virðist eiga nóg af peningum, og á köflum minnir hann jafnvel á sjálfan Patrick Bateman úr American Psycho, en raskanirnar eru þó ekki af jafn alvarlegum toga. Það er samt brjóstumkennanlegt að fylgjast með manni sem nær honum ekki upp með manneskju sem hann heillast af, og kýs því frekar að kaupa sér kynlíf með ókunnugu fólki. Þessa raunsæju harmsögu segir leikstjórinn með löngum atriðum sem sum reyna jafnvel á þolinmæðina. Hann gætir þess að tyggja ekki upplýsingar ofan í áhorfendur sína og leyfir þeim oft að draga eigin ályktanir. Senurnar með systkinunum eru hlaðnar spennu og í loftinu er óþægileg orka sem gefur óljósar vísbendingar um hörmungar fortíðar og uppgjör framtíðar. Þetta er allt gífurlega vel gert og McQueen er kominn á blað sem einn af mest spennandi nýju leikstjórum kvikmyndanna. Niðurstaða: Hugrökk mynd sem gleymist ekki í bráð.
Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira