Lífið

Missir ekki svefn yfir Eurovision

Magni Ásgeirsson ræðir við Rósu Birgittu Ísfeld, baksviðs í Eurovision-keppninni um helgina.
Magni Ásgeirsson ræðir við Rósu Birgittu Ísfeld, baksviðs í Eurovision-keppninni um helgina. Fréttablaðið/daníel
„Ég missi ekki svefn þótt ég fari aldrei í Eurovision. Þetta er rosalega skemmtilegt en ég kemst alveg af," segir Magni Ásgeirsson, sem var að keppa í fjórða sinn í Eurovision og hefur aldrei komist í lokakeppnina.

Í fyrra lenti hann í öðru sæti með lagið Ég trúi á betra líf, á eftir sigurlagi Vina Sjonna. Í þetta sinn lenti Hugarrró, eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Þórunni Clausen, öðru sæti hjá dómnefndinni en því þriðja í símakosningunni. „Fyrstu tvö skiptin voru meira vinagreiði og þá var ekkert verið að keppa að titlinum en síðustu tvö ár er þetta búið að vera alvöru."

Aðspurður hvort hann sé búinn að gefast upp því að reyna að komast í lokakeppnina segir hann: „Þetta er orðið ágætt, nema ef einhver kemur með þriggja mínútna Karma Police í hendurna á mér. Þá er ég til í að gera þetta aftur," segir Magni.

Framundan hjá Magna eru tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Queen á Akureyri annað kvöld og í Spot í Kópavogi á laugardagskvöld. „Svo er ég að taka upp fullt af efni og leika mér," segir hann hress.

Semurðu ekki bara þitt eigið Eurovision-sigurlag? „Ég á rosalega erfitt með að semja þriggja mínútna Eurovision-lag, með fullri virðingu fyrir Eurovision. Ég virðist ekki kunna þessa Eurovision-formúlu." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.