Semur fyrir Hollywood-mynd 16. febrúar 2012 12:30 Barði Jóhannsson og Daniel Hunt hafa samið tónlist við bandarísku spennumyndina Would You Rather. Barði Jóhannsson hefur ásamt Daniel Hunt úr ensku hljómsveitinni Ladytron samið tónlistina við bandarísku spennumyndina Would You Rather. „Við vorum búnir að gera músík saman sem hljómaði svolítið eins og tónlist við þriller. Síðan heyrðu menn þetta og vildu fá okkur í þetta,“ segir Barði. Hvernig mynd er þetta? „Hún er ágæt. Það eru allir pyntaðir og drepnir,“ segir Barði hreint út en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur tónlist við bandaríska kvikmynd. „Þetta er það fyrsta sem ég geri fyrir Bandaríkin, fyrir utan að ég hef verið með músík í sjónvarpsþáttum, þannig að þetta er voða spennó og gaman,“ segir hann. „Það er verið að ræða framhaldið og ég á von á að það komi fleiri myndir í kjölfarið. Ég hef verið að ræða við leikstjóra næstu myndar en svona ferli tekur langan tíma og hún kemur kannski ekki út fyrr en eftir tvö ár.“ Leikstjóri Would You Rather heitir David Guy Levy og er ungur og upprennandi, bæði sem leikstjóri og framleiðandi. Biblía bandaríska kvikmyndaiðnaðarins, Variety, valdi hann sem einn af eftirtektarverðustu framleiðendunum í Hollywood. Barði á reyndar enn eftir að hitta hann, sem er kannski ekki skrítið því öll vinnan hans við tónlistina fór fram á Íslandi. Með aðalhlutverkin fara Brittany Snow, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum American Dreams, Nip/Tuck og Harry"s Law, og Jeffrey Combs, sem eitt sinn lék í vísindaskáldsögutryllinum Re-Animator sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Barða. Einnig er John Heard, sem er þekktur úr Home Alone-myndunum, í leikaraliðinu. „Það engin stjarna þarna en þetta er allt fólk sem er búið að vera að gera eitthvað spennandi.“ Inntur eftir því hvort hann fái ekki vel borgað fyrir verkefnið segir Barði það vera langt í frá. „Ekki fyrir svona amerískar indí-myndir. Það er rosalega lítill peningur.“ - fb Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Barði Jóhannsson hefur ásamt Daniel Hunt úr ensku hljómsveitinni Ladytron samið tónlistina við bandarísku spennumyndina Would You Rather. „Við vorum búnir að gera músík saman sem hljómaði svolítið eins og tónlist við þriller. Síðan heyrðu menn þetta og vildu fá okkur í þetta,“ segir Barði. Hvernig mynd er þetta? „Hún er ágæt. Það eru allir pyntaðir og drepnir,“ segir Barði hreint út en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur tónlist við bandaríska kvikmynd. „Þetta er það fyrsta sem ég geri fyrir Bandaríkin, fyrir utan að ég hef verið með músík í sjónvarpsþáttum, þannig að þetta er voða spennó og gaman,“ segir hann. „Það er verið að ræða framhaldið og ég á von á að það komi fleiri myndir í kjölfarið. Ég hef verið að ræða við leikstjóra næstu myndar en svona ferli tekur langan tíma og hún kemur kannski ekki út fyrr en eftir tvö ár.“ Leikstjóri Would You Rather heitir David Guy Levy og er ungur og upprennandi, bæði sem leikstjóri og framleiðandi. Biblía bandaríska kvikmyndaiðnaðarins, Variety, valdi hann sem einn af eftirtektarverðustu framleiðendunum í Hollywood. Barði á reyndar enn eftir að hitta hann, sem er kannski ekki skrítið því öll vinnan hans við tónlistina fór fram á Íslandi. Með aðalhlutverkin fara Brittany Snow, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum American Dreams, Nip/Tuck og Harry"s Law, og Jeffrey Combs, sem eitt sinn lék í vísindaskáldsögutryllinum Re-Animator sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Barða. Einnig er John Heard, sem er þekktur úr Home Alone-myndunum, í leikaraliðinu. „Það engin stjarna þarna en þetta er allt fólk sem er búið að vera að gera eitthvað spennandi.“ Inntur eftir því hvort hann fái ekki vel borgað fyrir verkefnið segir Barði það vera langt í frá. „Ekki fyrir svona amerískar indí-myndir. Það er rosalega lítill peningur.“ - fb
Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira