Lífið

Engin tónleikaferð

Bobby Brown er hættur við tónleikaferð sína með hljómsveitinni New Edition.
Bobby Brown er hættur við tónleikaferð sína með hljómsveitinni New Edition. nordicphotos/getty
Bobby Brown, fyrrum eiginmaður hinnar sálugu Whitney Houston, hefur hætt við tónleikaferð með hljómsveit sinni New Edition til að geta verið með dóttur sinni Bobbi.

Brown spilaði með hljómsveitinni í Missouri á laugardagskvöld, nokkrum klukkustundum eftir dauða Whitney. Síðar um kvöldið fékk Bobbi taugaáfall vegna sviplegs fráfalls móður sinnar og var flutt á sjúkrahús. „Ég er mjög sorgmæddur yfir dauða fyrrverandi eiginkonu minnar, Whitney Houston. Núna óska ég eftir friði frá fjölmiðlum, sérstaklega vegna dóttur minnar Bobbi Kristina. Ég vil þakka fyrir allar samúðarkveðjurnar sem við höfum fengið á þessum erfiðu tímum,“ sagði Brown í yfirlýsingu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.