Lífið

Stjörnufans í Danaveldi

Margt var um valinkunna tónlistarmenn í flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld.

Þar mátti meðal annars sjá Vini Sjonna sem höfðu kvöldið áður skemmt Íslendingum á þorrablóti í Óðinsvéum, en með þeim í för var einnig færeyski söngfuglinn Jógvan Hansen.

Þorrablót voru víðar um Danaveldi þetta kvöld, en í Kaupmannahöfn léku Sverrir Bergmann og Sólskuggarnir fyrir dansi á meðan Skítamórall reif upp stuðið á þorrablótinu í Álaborg. Dyggir aðdáendur sáu einmitt til Adda Fannars, gítarleikara Skímó, á búðarrápi á Strikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×