Lífið

Bobby Brown ekki velkominn í jarðaförina

Brown og Houston hafa lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn.
Brown og Houston hafa lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn. MYND/AP
Fjölskylda söngkonunnar Whitney Houston hefur tjáð Bobby Brown, fyrrum eiginmanni hennar, að ekki sé óskað eftir veru hans við jarðaför söngkonunnar, sem fram fer á laugardaginn. Söngkonan fannst látin á hótelherbergi í Beverly Hills í Bandaríkjunum um helgina þar sem Grammy verðlaunahátíðin fór fram. Bobby og Whitney voru gift í fimmtán ár en hjónabandið var mjög stormasamt og einkenndist af heimilisofbeldi og fíkniefnaneyslu. Whitney var háð eiturlyfjum í fjölda ára og í viðtali nýlega kenndi hún Bobby um fíkn sína. Þau skildu árið 2007 og eiga eina 18 ára dóttur saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.