Lífið

Dolly Parton fær stefgjöld

Dolly Parton mun vafalítið græða mikið á næstunni.
Dolly Parton mun vafalítið græða mikið á næstunni.
Búist er við því að söngkonan Dolly Parton eigi eftir að græða mikið á stefgjöldum á næstunni. Ástæðan er sú að hún samdi lagið I Will Always Love You sem hin sáluga Whitney Houston tók upp á sína arma. Lagið verður vafalítið mikið spilað í útvarpi og víðar næstu misserin enda eitt af einkennislögum Houston.

I Will Always Love You var á þrettándu sólóplötu Parton, Joleen, sem kom út 1974. Lagið náði tvívegis toppnum á sveitasöngvalista Billboard. Átján árum síðar söng Houston lagið og gerði það ódauðlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.