Lífið

Útför Whitney í beinni á Netinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útför Whitney Houston á laugardaginn verður sýnd í beinni útsendingu á Netinu, eftir því sem útgefandi hennar fullyrti við fjölmiðla í dag. Útförin mun fara fram frá kirkju í New Jersey. Búist er við því að fjöldi kunnra manna og kvenna muni verða viðstaddur útförina, þar á meðal Aretha Franklin, séra Jesse Jackson og fleiri. Það er Associated Press fréttastofan sem ætlar að sýna útförina. Whitney Houstuon, sem var 48 ára gömul, fannst látin á hóteli í Beverly Hills um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.