Lífið

Tony Bennett kemur til landsins

Tónlistarmaðurinn Tony Bennett mun stíga á svið í Hörpunni 10. ágúst næstkomandi. Það er fyrirtækið Sena sem flytur tónlistargoðið inn sem hefur unnið 17 Grammy verðlaun á 60 ára ferli. Síðast gátu útvarpshlustendur heyrt Bennett syngja með Amy Winehouse en dúett þeirra varð feykilega vinsæll eftir andlát Winehouse.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tónleikana á heimsíðu Hörpu, en aðeins fimmtán hundruð miðar eru í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.