Lífið

Fimm myndir frumsýndar í kvikmyndahúsum

Reese Witherspoon bræðir hjörtu tveggja vina og samstarfsfélaga úr leyniþjónustunni í myndinni This Means War.
Reese Witherspoon bræðir hjörtu tveggja vina og samstarfsfélaga úr leyniþjónustunni í myndinni This Means War.
Fimm kvikmyndir verða frumsýndar í bíóhúsunum á morgun.

Stórmyndin Extremely Loud and Incredibly Close er mjög umtöluð í Bandaríkjunum og þykir ein allra besta mynd ársins.

Grínhasarmyndin This Means War fjallar um unga konu sem kemst í samband við tvo efnilega menn í gegnum netið. Í ljós kemur að þeir eru ekki bara bestu vinir heldur einnig þaulþjálfaðir leyniþjónustumenn. Reese Witherspoon, Chris Pine og Tom Hardy fara með aðalhlutverk í myndinni.

Olivia Newton-John, Xavier Samuel og Rebel Wilson leika aðalhlutverkin í myndinni A Few Best Men, sem hefur hlotið mikið lof sem ein besta grínmynd síðustu ára. Þrír vinir ferðast til Ástralíu til að vera viðstaddir brúðkaup annars vinar síns og koma svo sannarlega til með að setja mark sitt á brúðkaupið.

Act of Valor er mögnuð spennumynd sem fjallar um stríðið gegn hryðjuverkum. Sérsveit Bandaríkjahers er send á vettvang eftir að upp kemst um hryðjuverkasamsæri og út brýst mikill skotbardagi sem mun hafa miklar og alvarlegar afleiðingar.

Að lokum er það Disney-teiknimyndin um Fríðu og dýrið, eða Beauty and the Beast, sem kemur svo aftur í bíó um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.