Lífið

Æfir vel fyrir áhættuatriði

Naomie Harris reynir að halda sér í góðu formi fyrir áhættuatriðin.
Naomie Harris reynir að halda sér í góðu formi fyrir áhættuatriðin. nordicphotos/getty
Naomie Harris, sem leikur Bond-stúlkuna Eve í Skyfall, hefur lagt mjög hart að sér til að komast í form fyrir áhættuatriði myndarinnar. „Ég er að reyna að leika í öllum áhættuatriðunum sjálf. Ég hef hingað til leikið í þeim öllum. Eftir tvær vikur verður stórt áhættuatriði, þannig að ég veit ekki alveg hvort ég næ að leika í því," sagði hin 35 ára Harris.

Daniel Craig, sem leikur 007, hefur einnig lagt hart að sér og æft í tvo tíma á dag eftir allt að fjórtán klukkustunda tökur. „Hann er alltaf í frábæru skapi og heldur andrúmsloftinu léttu," sagði Naomie um Craig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.