Lífið

Vodki leysti þrautina

Áfengið hjálpaði til við lausn þrautarinnar.
Áfengið hjálpaði til við lausn þrautarinnar.
Karlmenn sem finna á sér eftir að hafa drukkið vodka eiga auðveldara með að leysa orðaþrautir en þeir sem ekki hafa drukkið. Þetta eru niðurstöður könnunar sem var gerð af útskriftarnemum við háskólann í Illinois í Chicago.

Tuttugu drykkjumenn fengu sér nokkra vodkadrykki, þannig að þeir fundu á sér, og þurftu svo að taka þátt í orðaþraut. Þeir áttu auðveldara með að leysa úr þrautinni en þeir sem ekki drukku, samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í tímaritinu Consciousness and Cognition.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.