Lífið

Svaf á meðan Endless Dark var húðflúrað á höfuð hans

Sindri Már Sigrúnarson svaf allan tímann á meðan hann lét húðflúra Endless Dark á höfuðið á sér.
Sindri Már Sigrúnarson svaf allan tímann á meðan hann lét húðflúra Endless Dark á höfuðið á sér. fréttablaðið/anton
„Ég svaf allan tímann. Það er asnalegt hvað þetta var þægilegt," segir Sindri Már Sigrúnarson, aðdáandi rokksveitarinnar Endless Dark sem er ættuð frá Ólafsvík og Grundarfirði.

Hann gerði sér lítið fyrir og lét húðflúra nafn sveitarinnar á höfuðið fyrir skömmu. „Ég er mjög mikill aðdáandi Endless Dark. Frá því að ég heyrði í þeim í fyrsta skipti hef ég hlustað mikið á þá og viljað fá þetta tattú. Ég var á tónleikum með þeim um daginn og ákvað að láta slag standa og kýla á þetta," segir Sindri Már.

Hann dreif sig í Bleksmiðjuna í Reykjavík og segist ekki hafa fundið fyrir neinu. „Þetta var bara svæfandi. Ég var byrjaður að slefa og læti. Þetta var lúxus miðað við marga aðra staði."

Sindri Már er með hvorki fleiri né færri en 27 önnur húðflúr á líkamanum, þar af eitt annað á höfðinu með hljómsveitinni Urmull. Hún er frá Ísafirði, rétt eins og hann sjálfur. „Ég heyrði fyrst í Urmull 1994 þegar þeir gáfu út plötuna Ull á víðavangi. Ég hef ekki hætt að hlusta á þá síðan og á plötuna þeirra ennþá í plastinu."

Annað húðflúr er í vinnslu, tileinkað bandarísku þungarokkssveitinni Avenge Sevenfold. Það verður risastórt og mun ná yfir allan brjóstkassan á honum. „Maður er „soddann" rokkari."

Atli Sigursveinsson, gítarleikari Endless Dark, kynntist Sindra Má fyrst þegar hann keypti bassa af Hólmkeli Leó Aðalsteinssyni úr Endless Dark. „Það er kúl að einhver sé að fá sér tattú með okkur, hvað þá á hausinn," segir Atli. „Þetta er samt seinasti staðurinn sem ég myndi fá mér tattú á. Þetta er dálítið brjálæði en samt kúl fyrir okkur."

freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.