Lífið

Mið-Ísland endurtekur leikinn

Strákarnir í Mið-Íslandi eru með hressari mönnum. Þeir ætla að halda þriðju sýninguna sína á stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. Á myndina vantar Halldór Halldórsson.
Strákarnir í Mið-Íslandi eru með hressari mönnum. Þeir ætla að halda þriðju sýninguna sína á stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. Á myndina vantar Halldór Halldórsson. fréttablaðið/stefán
„Þetta verður snilld," segir Bergur Ebbi Benediktsson, meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland.

Mið-Ísland snýr aftur á stóra svið Þjóðleikhússins annað kvöld, eftir tvær velheppnaðar og troðfullar sýningar síðasta föstudag. Stöð 2 hyggst taka upp sýninguna að þessu sinni og Bergur segir það vissulega auka pressuna. „Það er aldrei að vita nema þetta verði Youtube-efni eftir 30 ár. Þannig að maður hefur áhyggjur af húðinni og hárinu," segir Bergur alvarlegur. „Þetta verður bara ein sýning. Hún verður ekki endurtekin. Þetta er í beinni útsendingu að því leyti."

Fleiri en 500 manns mættu á hvora sýningu síðasta föstudag og það stefnir í svipaða mætingu á morgun. Spurður hvort meðlimir hópsins geri eitthvað sérstakt til að líta vel út fyrir sýningu, segir Bergur að svo sé ekki. „En við fórum einu sinni í sánabað á Akureyri og það endaði með skelfingu," segir hann. „Ari [Eldjárn] ætlaði að kenna okkur að fara í sána, en við enduðum lamaðir."

Miðasala á sýninguna fer fram á Miði.is. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.