Lífið

Þrjár plötur á leiðinni

Damon Albarn hefur í nógu að snúast.
Damon Albarn hefur í nógu að snúast.
Damon Albarn situr ekki með hendur í skauti því í þessum mánuði lýkur hann upptökum á þremur plötum.

Sú fyrsta er með hljómsveitinni Rocket Juice & the Moon sem hann skipar ásamt Flea úr Red Hot Chili Peppers og trommuleikaranum Tony Allen sem spilaði í Hörpunni í fyrra. Albarn er einnig að aðstoða við að semja og taka upp plötu með sálargoðsögninni Bobby Womack, auk þess sem hann ætlar að gefa út tónlist sem hann samdi við óperuna sína Doctor Dee: An English Opera, sem fjallar um lækni og ráðgjafa Elísabetar I, Englandsdrottningar. Allar plöturnar eru væntanlegar á næstu tveimur til þremur mánuðum.

Fleiri verkefni eru í pípunum hjá Albarn, þar á meðal fyrsta sólóplatan, nýtt efni frá Gorillaz og hugsanlega fyrsta plata Blur í níu ár en hljómsveitin spilar á Brit-hátíðinni í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.