Lífið

Scarlett klæðist 66°norður úlpum

myndir/cover media
Leikkonan Scarlett Johansson er greinilega mikill aðdáandi íslenska fataframleiðandans 66°norður.  

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var hún klædd í Vatnajökul Primaloft úlpu frá 66°norður á röltinu í Los Angeles og í annari í sjónvarpsviðtali sem tekið var á tökustað myndarinnar We bought a Zoo þar sem hún leikur hún aðalhlutverkið á móti leikaranum Matt Damon.

Scarlett bætist þar með í hóp fleiri úr kvikmyndageiranum í Hollywood sem klæðast 66°norður fatnaði eins og Jake Gyllenhall, Quinten Tarantino og Eli Roth.

Scarlett og fleiri leikarar í We bought a Zoo klæðast einmitt fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum í myndinni. Hún kemur í myndinni meðal annars fram í 66°norður pollabuxum. Það er þó ekki eina Íslandstengingin því Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood, sá um förðunina í myndinni og Jónsi úr Sigur Rós samdi tónlistina.

We bought að Zoo verður frumsýnd á Íslandi innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.