Lífið

Sleppa úr máltíðum

Helmingi fleiri unglingar sleppa úr morgunmat og hádegismat en fyrir 25 árum.
Helmingi fleiri unglingar sleppa úr morgunmat og hádegismat en fyrir 25 árum.
Einn af hverjum sjö unglingum í Bretlandi sleppir hádegismat á hverjum degi, og einn af hverjum fimm sleppir morgunmat. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var af sérstöku ráði sem skoðar heilsumál í skólum þar í landi.

Lagðar voru spurningar fyrir 83.000 unglinga á aldrinum 10 til 15 ára og voru elstu stelpurnar í hópnum líklegastar til að sleppa úr báðum mátíðunum.

Talið að tíðni þeirra sem sleppa hádegismat hafi tvöfaldast á síðustu 25 árum. Það þykir afar slæm þróun sem líklegast tengist síaukinni pressu á að halda sér grönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.