Fleiri fréttir

Lindsay í Ljótu Betty

Lindsay Lohan er áköf í að taka sér frí frá verslunarferðum um sinn og taka að sér hlutverk í Ljótu Betty samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins New York Post. Talsmaður Lindsay sagði blaðinu að ekki væri búið að skrifa undir samning og ekki væri ljóst hvenær verkfalli handritshöfunda lýkur. Þegar það gerðist væri leikkonan mjög spennt fyrir því að leika starfsmann veitingastaðar sem er vinkona Betty.

Kayne grætur móðir sína á sviði

Bandaríski rapparinn Kayne West brotnaði saman á sviði í London þegar hann flutti lag um móður sína sem lést í síðustu viku. Þetta var í fyrsta sinn sem Kayne kom fram opinberlega eftir að Donda West var jarðsett síðastliðinn þriðjudag.

Samningaviðræður vegna verkfalls á Broadway

Leikritaframleiðendur í New York og sviðsmenn í verkfalli munu halda samningaviðræðum sem komnar voru í hnút áfram til að leysa deilu á milli þeirra og hefur lamað leikhúslíf á Broadway. Fjöldi sýninga, meðal annars Chicago, Wicked og Hairspray, hafa ekki verið sýndar síðan 10. nóvember þegar sviðsmenn gengu út í aðgerðum vegna nýrra samninga.

Bono og Edge koma aðdáendum á óvart

Bono og Edge úr U2 glöddu aðdáendur þegar þeir komu óvænt fram á góðgerðarsamkomu í London. Írska parið spilaði fjögur lög fyrir hóp af einungis 250 manns í Union Kapellunni í norðurhluta Lundúna.

Bachelor keppandi handtekinn

Fyrrverandi sigurvegari Bachelorþáttanna sem fékk bónorð frá Byron Velvick útgerðarmanni var handtekin í Flórída á miðvikudag fyrir líkamsárás. Mary Delgado fyrrverandi klappstýra var kærð fyrir að hafa slegið mann sem hún býr með á munninn samkvæmt heimildum CNN. Í skýrslu lögreglu kemur fram að hún hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hún var handtekin.

Tvíburar Dennis Quaid á batavegi

Tveggja vikna gamlir tvíburar leikarans Dennis Quaid eru á batavegi eftir að læknar gáfu þeim þúsundfaldan skammt af blóðþynningarlyfjum. Cedar-Sinai sjúkrahúsið sem er einn virtasti spítali Bandaríkjanna hefur beðist afsökunar á því að tvíburunum og öðru barni til viðbótar voru gefin 10 þúsund einingar af blóðþynningarlyfinu Heparin í stað 10 eininga.

Nonni fór í sönginn en Manni í leiklistina

Einar Örn Einarsson leikari tekur þátt í uppsetningu á rokkóperunni Jesus Christ Superstar sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi.

Britney í nærbuxum á leið til kærastans

Britney Spears virðist vera á góðri leið með að snúa við blaðinu. Í gær náðist mynd af stúlkunni þar sem hún steig út úr bíl - í nærfötum.

Kærleiksbirnir leika lausum hala á Patreksfirði

Þegar Patreksfirðingar vöknuðu í morgun biðu þeirra hlýleg orð og ósk um góðan dag sem höfðu verið hengd á hurðir og glugga fyrirtækja og stofnana í bænum. Óþekktur kærleiksbjörn leikur lausum hala í bænum og er þetta í þriðja sinn sem hann lætur að sér kveða.

Gat ekki stundað kynlíf allsgáður

Eric Clapton stundað ekki kynlíf allsgáður fyrr en hann var orðinn þrítugur vegna yfirgengilegrar áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Í viðtali í breskum sjónvarpsþætti sagði gítarleikarinn að í fyrsta sinn sem hann kom úr meðferð hafi hann ekki getað sofið hjá konunni sinni.

Hayden Panettiere vildi helst ástarsamband við Angelinu Jolie

Heroes stjarnan Hayden Panettiere veit alveg hvernig maður á að auka á frægð sína í Hollywood. Stjarnan sem er nýorðin átján ára sagði í viðtali við GQ að sú kjaftasaga sem hún vildi helst að kæmist á kreik um sig væri að hún væri lesbísk.

Þakmálið ógurlega: Nýr Hebbi í nýju húsi

„Ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að selja húsið mitt með þriggja milljón króna afslætti og fara héðan,“ segir Herbert Guðmundsson sem hefur staðið í stríði við nágranna sína síðan í sumar.

Vínkynning í Neskirkju

Á föstudaginn fer fram vínkynning í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbænum. Vínkynningin fer fram í hléi tónleika sem fram fara um kvöldið og eru skipulagðir af Steingrími Þórhallssyni organista sem er að eigin sögn áhugamaður um góðan mat, vín og tónlist.

Amy Winehouse drap hamsturinn minn

Gleymið öllu dópinu og brennivíninu Amy Winehouse hefur framið alvarlegasta glæp sinn til þessa. Peter Pepper söngvari hljómsveitarinnar Palladium hefur sagt frá hræðilegum dauðdaga hamsturs sem hann fékk í afmælisgjöf.

Paris að æfa sig fyrir næsta myndband

Hótelerfinginn og drottning næturlífsins Paris Hilton er stödd í Kína þessa dagana. Í kvöld mun hún mæta í „gala dinner" sem Mtv sjónvarpsstöðin heldur þar í landi.

Raggi fer til Feneyja

Tilkynnt var í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands sem Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar stóð fyrir að Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður með meiru, yrði fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum 2009.

Forsetinn eignast fyrsta afasoninn

Það hefur væntanlega verið kátt á hjalla á Bessastöðum í gær því forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð afi í fjórða sinn í fyrradag þegar önnur tvíburadætra hans, stjórnmálafræðingurinn Svanhildur Dalla, eignaðist son með eiginmanni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni tannlækni.

Ragnar Kjartansson á Myndlistartvíæringnum í Feneyjum

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið valinn til að sýna fyrir Íslands hönd á Mynd­listartvíæringnum í Feneyjum árið 2009. Tvíæringurinn, sem er einn helsti viðburður á alþjóðlegum myndlistarvettvangi, verður þá haldinn í 53. sinn. Þangað senda þjóðir heims fulltrúa sína og þar er teflt fram því besta og nýstárlegasta sem völ þykir á hverju sinni.

Nicole Richie á von á áramótadreng

Söngvarinn Lionel Richie hefur staðfest að dóttir hans Nicole eigi von á dreng. ,, Hún er meira að segja byrjuð að velja nafn" sagði pabbinn stoltur. Sjálfskipaðir sérfræðingar Vestanhafs voru búnir að giska á þetta fyrir nokkru.

Britney með ,,takeaway" kærasta

Britney Spears hefur einfaldan smekk á karlmönnum. Hún hefur líka einfaldan smekk á mat. Britney sló því tvær flugur á dögunum, þegar hún skaust í kvöldmat inn á Mirabelle, einn uppáhalds veitingastaðinn sinn í Hollywood, og kom út aftur með þjón upp á arminn.

Lindsay í ruglinu

Lindsay Lohan virðist hafa misstigið sig á refilstigum Hollywood. Bandarísk slúðurpressan heldur því nú fram að sést hafi til leikkonunnar í vafasömu ástandi í nokkrum partýjum í byrjun nóvember.

,,Erfiðasta sem ég hef gert að reyna að brosa almennilega"

,,Mér líður bara vel" sagði Ágúst Örn Guðmundsson, nýkjörinn herra Ísland, sem var að vonum ánægður með úrslit gærkvöldsins. Hann sagðist ekki hafa átt von á sigrinum.,,Nei, ég get ekki sagt það, þetta kom á óvart." sagði Ágúst í samtali við Vísi.

Vill síður vera borinn berrassaður út úr Kringlunni

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, ætlar næstkomandi Þorláksmessu að standa við gefin loforð og hlaupa nakinn í gegnum Kringluna. ,,Jújú, ég fer þarna í gegn berrassaður á öðru hundraðinu" sagði Gillz þegar Vísir heyrði í honum.

Luxor sjá í rassinn á Páli Óskari

Drengirnir í Luxor láta misjafna gagnrýni sem vind um eyru þjóta og ryðjast inn á TÓNlistann með látum þessa viku. Þar sitja þeir í þriðja sæti á eftir dúettinum Friðriki Ómars og Guðrúnu Gunnars og Páli Óskar sem vermir toppsætið..

Páll Óskar ánægður með uppskeruna

,,Ég bara hoppaði hæð mína í loft upp af gleði." sagði Páll Óskar Hjálmtýsson þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann var þá nýbúinn að frétta að nýjasta plata hans, Allt fyrir ástina, trónir nú á toppi Tónlistans. ,,Ég og allir sem komu nálægt plötunni erum í skýjunum." sagði Páll. ,,Þetta er búið að kosta mikla vinnu og mikinn undirbúning núna er uppskeran að koma í ljós og við erum öll hæstánægð með uppskeruna."

Jonathan Rice Myers drekkir sorgum sínum

Tudor stjarnan Jonathan Rice Myers sást vafrandi um götur London í gærmorgun drekkandi sterkan síder, nokkrum klukkustundum eftir að móðir hans lést á sjúkrahúsi í Cork á Írlandi.

Dóttur Madonnu boðið hlutverk í sjöttu Harry Potter myndinni

Lourdes, dóttur Madonnu, hefur verið boðið hlutverk í næstu Harry Potter mynd. Warner Brothers höfðu samband við Madonnu til að bjóða Lourdes, sem er ellefu ára, lítið hlutverk í sjöttu Pottermyndinni - Harry Potter og blendingsprinsinn.

Nærbuxnalaus Christina Aguilera

Svo virðist sem skortur sé á nærfötum vestanhafs. Ef marka má fjölda stjarna sem lætur nappa sig nærbuxnalausar eru slík plögg að minnsta kosti illfáanleg í Hollywood.

Jón Ásgeir og Ingibjörg eru fín saman

"Þetta var alveg yndislegt og látlaust. Svona brúðkaup eru toppstundirnar," segir Ása Karen Ásgeirsdóttir um brúðkaup sonar hennar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur í Fríkirkjunni á laugardaginn.

Nýfæddir tvíburar Dennis Quaid alvarlega veikir

Þrettán daga gamlir tvíburar Dennis Quaid liggja alvarlega veikir á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Tvíburarnir, Thomas Boone og Zoe Grace, voru fluttir á bráðadeild eftir að þeim var fyrir fyrir slysni gefinn of stór skammtur af blóðþynningarlyfinu heparin á sunnudag.

Létt Bylgjan komin í jólaskap

Jólalögin byrja að óma næstu helgi á Létt Bylgjunni í bland við þá tónlist sem stöðin spilar dags daglega. Frá 26. nóvember verður öllu tjaldað til og þá eingöngu leikin jólatónlist allt fram að jólum.

Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega

Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu.

Fótboltastjarna giftist fegurðardrottningu

Grétar Rafn Steinsson og Manuela Ósk Harðardóttir ætla að gifta sig úti í Hollandi eftir slétta viku. Þetta staðfesti knattspyrnukappinn í samtali við Vísi.

Bankastjóri og leikkona á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga

Junior Chamber Íslandi heiðraði fjóra unga Íslendinga fyrir framúrskarandi störf og árangur í móttöku í Norræna húsinu í gær. Það voru þau Sólveig Arnarsdóttir og Garðar Thor Cortes söngvari, sem hlutu verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar" fyrir störf á sviði menningar og lista, Bjarni Ármannsson, fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf á svið viðskipta og Birkir Rúnar Gunnarsson, fékk verðlaunin fyrir einstaklingssigra og afrek.

Kidman í tárum af ótta við eltingaleik ljósmyndara

Nicole Kidman kom fram sem vitni við réttarhöld í Sydney í gær þar sem hún lýsti því að vera hundelt af papparazzi ljósmyndara þar sem hún var á leið í matarboð fyrir tveimur árum. Hún segist hafa tárast af ótta við að lenda í bílslysi í eltingarleiknum.

Allir hættir að tala við Magna

„Ég er löngu fallinn í gleymskunnar dá, og kann bara ágætlega vel við það," segir Magni Ásgeirsson tónlistarmaður sem er þó að gera flotta hluti með nýju plötuna sína. Það hefur ekki mikið farið fyrir Magna hér heima en þrátt fyrir það fer hann víða í heiminum.

Barnaheill heiðra kvikmyndalandsliðið

Segja má að Barnaheill hafi heiðrað landslið kvikmyndagerðamanna í dag. Þau Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri Veðramóta, Ragnar Bragason, leikstjóri Foreldra, og Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergils Magnússon, leikstjórar Synda feðranna, hlutu öll viðurkenningu Barnaheilla þetta árið.

Yorke borgaði ekki krónu fyrir að hlaða niður eigin tónlist

Thom Yorke, söngvari Radiohead, hlóð niður nýjustu plötu sveitar sinnar In Rainbows á netinu líkt og margir aðdáendur sveitarinnar. Hann borgaði hins vegar ekki krónu fyrir þar sem notendur gátu valið um hversu mikið þeir vildu borga fyrir gripinn.

Ættleidd dóttir Jolie ávöxtur nauðgunar

Eþíópísk lífmóðir hinnar tveggja ára gömlu Zahöru, sem Angelina Jolie ættleiddi, segir stúlkuna ávöxt nauðgunar. Í viðtali við breska blaðið Daily Mail lýsir hún því hvernig henni var nauðgað á leið heim úr vinnu árið 2004.

Mills segir rottur geta bjargað jörðinni

Heather Mills hvatti í gær alla Breta til að bjarga jörðinni – með því að drekka rottumjólk. Hún hvatti fólk til að hætta að neyta kúaafurða. Í staðinn gætu Bretar notað rottu,- katta,- eða hundamjólk í teið sitt og út á morgunkornið.

Britney ræður einkaspæjara

Britney Spears hefur blásið til sóknar í forræðisdeilu sinni við Kevin Federline. Hún hefur nú ráðið einkaspæjara til að grafa upp eitthvað óhreint í fortíð Federlines en þeirri aðferð hefur hann sjálfur beitt gegn Britney með góðum árangri.

Sjá næstu 50 fréttir