Lífið

Bachelor keppandi handtekinn

MYND/Getty Images

Fyrrverandi sigurvegari Bachelorþáttanna sem fékk bónorð frá Byron Velvick útgerðarmanni var handtekin í Flórída á miðvikudag fyrir líkamsárás. Mary Delgado fyrrverandi klappstýra var kærð fyrir að hafa slegið mann sem hún býr með á munninn samkvæmt heimildum CNN. Í skýrslu lögreglu kemur fram að hún hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hún var handtekin.

Delgado fékk bónorð í Bachelor þáttaröðinni frá piparsveininum Byron Velvick. Parið komo fram í þættinum „Eftir síðustu rósina" síðastliðinn þriðjudag. Í skýrslu lögreglunnar kemur ekki fram nafn kærastans en þar segir að parið hafi búið saman sem fjölskylda í þrjú ár. Samkvæmt embættismönnum var Delgado sleppt úr haldi seinna um daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.