Lífið

Nonni fór í sönginn en Manni í leiklistina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Örn og Garðar Thor slógu í gegn í Nonna og Manna.
Einar Örn og Garðar Thor slógu í gegn í Nonna og Manna.

Einar Örn Einarsson leikari tekur þátt í uppsetningu á rokkóperunni Jesus Christ Superstar sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi.

„Þetta er eiginlega fyrsta verkið mitt á sviði síðan ég útskrifaðist sem leikari og ég vona að þetta sé bara upphafið að einhverju meira," segir Einar Örn. Hann lauk leiklistarnámi í Bretlandi árið 2004. „Ég er þarna í kórhlutverki en Krummi í Mínus mun fara með hlutverk Jesú og Jenni í Brain Police leikur Júdas," bætir Einar við. Hann lofar mikilli rokksýningu. „Þetta verður töluvert rokkaðara en þegar sýningin var síðast sett upp fyrir rúmum áratug síðan," segir Einar.

Leiklistin hefur lengi skipað stóran sess í huga Einars. „Ég hef eitthvað gert af auglýsingum á undanförnum árum og svo brá mér fyrir í nokkrar sekúndur í Englum alheimsins," segir Einar. En auk þess tók hann þátt í fjölmörgum leiksýningum Nemendafélags Fjölbrautarskólans í Breiðholti þegar hann var þar í námi fyrir rúmum áratug síðan.

Það hefur því margt á daga Einars Arnar drifið frá því að hann og Garðar Thor Cortes unnu hug og hjörtu Íslendinga með leik sínum í Nonna og Manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.