Lífið

Samningaviðræður vegna verkfalls á Broadway

Leikhús á Broadway
Leikhús á Broadway MYND/Getty Images

Leikritaframleiðendur í New York og sviðsmenn í verkfalli munu halda samningaviðræðum sem komnar voru í hnút áfram til að leysa deilu á milli þeirra og hefur lamað leikhúslíf á Broadway. Fjöldi sýninga, meðal annars Chicago, Wicked og Hairspray, hafa ekki verið sýndar síðan 10. nóvember þegar sviðsmenn gengu út í aðgerðum vegna nýrra samninga.

Samningaviðræður vegna málsins keyrðu í þrot um síðustu helgi eftir góðan skrið. Þá gengu framleiðendur út sem leiddi til að ekkert varð af leiksýningum í kringum Þakkargjörðarhátíðina sem var á fimmtudag. En þá er einmitt hvað mest ásókn í leikhús.

Áform um framhald viðræðnanna vori kynntar af talsmanni bandalags sviðsstarfsmanna leikhúsa.

Deilan snýst um hversu marga sviðsmenn þarf til að koma á fót og halda leiksýningu gangandi. Það felur í sér starfsmenn með leikmuni, ljós, hljóðkerfi og leikmyndir, en lykilatriði er að allt virki vel til að leikritið virki trúanlegt.

Framleiðendurnir vilja sveigjanlegan fjölda sviðsmanna en verkalýðsfélagið vill fastan fjölda og skaðabætur ef fjöldinn er minnkaður.

Síðast var verkfall á Broadway árið 2003 þegar tónlistarfólk gekk út í fjóra daga. Þar áður höfðu næstum tveir áratugir liðið án verkfalls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.