Lífið

Fótboltastjarna giftist fegurðardrottningu

Ástiin blómstrar hjá turtildúfunum Manúelu Ósk og Grétari Rafni.
Ástiin blómstrar hjá turtildúfunum Manúelu Ósk og Grétari Rafni. Samsett mynd

Grétar Rafn Steinsson og Manuela Ósk Harðardóttir ætla að gifta sig úti í Hollandi eftir slétta viku. Þetta staðfesti knattspyrnukappinn í samtali við Vísi.

Grétar Rafn er nú staddur í Danmörku en hann mun spila landsleikinn gegnum Dönum á morgun. Hann vildi sem minnst um málið segja enda önnum kafinn við undirbúning leiksins.

Manuela er fyrrum Ungfrú Ísland en þau Grétar kynntust ekki alls fyrir löngu. Til þeirra fór að sjást saman þegar Grétar var hér heima í landsleikjahléum en hann spilar sem atvinnumaður í Hollandi.

Manuela vildi sem minnst um málið segja þegar Vísir náði af henni tali. Manuela er hvað þekktust fyrir að hafa fengið kjól frá sjálfum Mike Tyson að gjöf, sem hún klæddist þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.