Lífið

Tvíburar Dennis Quaid á batavegi

Hjónin óska eftir að fá frið á þessum tíma en tvíburunum blæddi nánast út.
Hjónin óska eftir að fá frið á þessum tíma en tvíburunum blæddi nánast út.

Tveggja vikna gamlir tvíburar leikarans Dennis Quaid eru á batavegi eftir að læknar gáfu þeim þúsundfaldan skammt af blóðþynningarlyfjum. Cedar-Sinai sjúkrahúsið sem er einn virtasti spítali Bandaríkjanna hefur beðist afsökunar á því að tvíburunum og öðru barni til viðbótar voru gefin 10 þúsund einingar af blóðþynningarlyfinu Heparin, í stað 10 eininga.

Tvíburunum Thomas Boone og Zoe Grace blæddi nánast út eftir að vera gefinn skammturinn.

Staðgöngumóðir gekk með tvíburana sem fæddust 8. nóvember síðastliðinn.

Talsmaður Quaid og konu hans Kimberley Buffington sagði að hjónin væru þakklát þeim sem bæðu fyrir börnunum og vonuðu að þau fengju að vera óáreitt af fjölmiðlum á þessum erfiðu tímum.

Michael Langberg yfirlæknir á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu sagði í yfirlýsingu að sjúklingarnir þrír væru að ná sér án nokkurra alvarlegra afleiðinga. Samkvæmt stjörnuvefsíðunni TMZ.com byrjaði börnunum nánast að blæða út á sunnudag eftir að hafa verið gefið lyfið. Starfsmaður spítalans hafði sett lyfið á rangan geymslustað og í flýti greip hjúkrunarfræðingur vitlausan lyfjaskammt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.