Lífið

Bankastjóri og leikkona á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var föngulegur hópur sem tók við verðlaununum. Birkir og Garðar Thor áttu ekki heimangengt.
Það var föngulegur hópur sem tók við verðlaununum. Birkir og Garðar Thor áttu ekki heimangengt.

Junior Chamber Íslandi heiðraði fjóra unga Íslendinga fyrir framúrskarandi störf og árangur í móttöku í Norræna húsinu í gær. Það voru þau Sólveig Arnarsdóttir og Garðar Thor Cortes söngvari, sem hlutu verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar" fyrir störf á sviði menningar og lista, Bjarni Ármannsson, fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf á svið viðskipta og Birkir Rúnar Gunnarsson, fékk verðlaunin fyrir einstaklingssigra og afrek.

Sólveig var hæstánægð með verðlaunin þegar Vísir sló á þráðinn til hennar. Hún sagðist hafa verið í mjög góðum hópi. „Þetta var þrælfínt, en ég held að Garðar Cortes (eldri) sé best að þessum verðlaunum kominn. Hann mætti þarna til að taka við verðlaunum fyrir hönd sonar síns og ég minntist á það að hann ætti bara að halda þeim sjálfur. Hann er auðvitað síungur maðurinn," segir Sólveig, sem er á kafi í vinnu þessa dagana. „Ég er rétt nýkomin til landsins eftir að hafa verið með þrjár myndir úti og verið í leikhúsi í Berlín," segir Sólveig. Hún verður hérna heima næstu dagana og mun taka þátt í uppfærslu á Engissprettunum í Þjóðleikhúsinu.

Verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar" eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks á aldrinum 18 - 40 ára sem er að takast á við krefjandi verkefni og starfar að athyglisverðum verkefnum. Um er að ræða alþjóðlega viðurkenningu sem gefin er á hverju ári til tíu framúrskarandi einstaklinga í heiminum. En aðildarlönd JC senda inn umsóknir og yfirlit um sitt fólk og af þeim eru síðan 10 valdir og þeir heiðraðir á heimsþingi JCI ár hvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.