Lífið

Lindsay í Ljótu Betty

Lindsay Lohan er áköf í að taka sér frí frá verslunarferðum um sinn og taka að sér hlutverk í Ljótu Betty samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins New York Post. Talsmaður Lindsay sagði blaðinu að ekki væri búið að skrifa undir samning og ekki væri ljóst hvenær verkfalli handritshöfunda lýkur. Þegar það gerðist væri leikkonan mjög spennt fyrir því að leika starfsmann veitingastaðar sem er vinkona Betty. Blaðið telur víst að ef hlutverkið í þáttaröðinni verði ekki farsælt, muni hún alla vega öðlast reynslu í þjónustugeiranum sem hún geti bætt á ferilsskrá sína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.