Lífið

Jón Ásgeir og Ingibjörg eru fín saman

Ása Karen segir athöfnin á laugardaginn hafa verið afar fallega og látlausa.
Ása Karen segir athöfnin á laugardaginn hafa verið afar fallega og látlausa. MYND/ANTON BRINK

"Þetta var alveg yndislegt og látlaust. Svona stundir eru toppstundirnar, þegar allir eru glaðir og gleðjast með brúðhjónunum," segir Ása Karen Ásgeirsdóttir um brúðkaup sonar hennar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur í Fríkirkjunni á laugardaginn.

Ása Karen segir að athöfnin í kirkjunni hafi verið afar falleg og brúðkaupsveislan hafi verið æðisleg. "Hinn fallegi söngur Kvennakórsins stendur upp úr hjá mér en ég þekkti ekki alveg hljómsveitirnar sem spiluðu þótt ég hafi skynjað að þar fóru góðir tónlistarmenn. Þegar ég var ung var boðið upp á allt annað, Bítlana og Presley," segir Ása Karen og hlær.

Og hún er ánægð með hjónaband sonar síns og Ingibjargar. "Þau eru fín saman. Jón Ásgeir er stundum svolítið alvarlegur og hugsi en hún er létt og kát. Hún á auðvelt með að laða fram húmorinn í honum," segir Ása Karen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.