Lífið

Ágúst Örn kjörinn herra Ísland

Fegurðarkóngar íslands 2007 Georg Alexander Valgeirsson sem hlaut annað sætið, Ágúst Örn Guðmundsson, herra Ísland, og Matthías Örn Friðriksson sem varð í þriðja sæti.
Fegurðarkóngar íslands 2007 Georg Alexander Valgeirsson sem hlaut annað sætið, Ágúst Örn Guðmundsson, herra Ísland, og Matthías Örn Friðriksson sem varð í þriðja sæti. Fréttablaðið/Arnþór

Ágúst Örn Guðmundsson, 19 ára Akureyringur, fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Herra Ísland á Broadway í fyrrakvöld.

„Mér fannst einn titill alveg duga, hinn kom skemmtilega á óvart,“ segir Ágúst en hann var einnig sigurvegari í símakosningu áhorfenda á Skjá einum, þar sem keppnin var sýnd í beinni útsendingu. „Þetta var rosalega skemmtilegt kvöld og hópurinn góður og samheldinn,“ segir Ágúst, sem einnig ber titilinn herra Norðurland. Ágúst Örn er nemandi við Menntaskólann á Akureyri og mun útskrifast næsta vor. Hann hefur þó töluvert misst úr skóla síðustu vikur vegna strangs undirbúnings fyrir keppnina.

„Ég fékk góðfúslegt leyfi frá skólanum, en þetta reddast því prófin eru ekki fyrr en eftir jól,“ segir fegurðarkóngurinn. Hugur Ágústs leitar suður í nám eftir útskriftina og þá einna helst í flugnám. Í öðru sæti varð Georg Alexander Valgeirsson, 27 ára Reykvíkingur, og í þriðja sæti Matthías Örn Friðriksson, 21 árs Akureyringur. Garðar Jóhann Garðarsson var kosinn vinsælasti keppandinn og Ingvi Hrafn Þórsson var kjörinn Zihr-herrann. - eá

Hörku kroppur Ágúst Örn vakti athygli á sviðinu á Broadway.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.