Lífið

Létt Bylgjan komin í jólaskap

Ragnhildur Magnúsdóttir mun ásamt Bjarna Arasyni sjá um að koma landsmönnum í jólagírinn.
Ragnhildur Magnúsdóttir mun ásamt Bjarna Arasyni sjá um að koma landsmönnum í jólagírinn. MYND/Gassi
Jólalögin byrja að óma næstu helgi á Létt Bylgjunni í bland við þá tónlist sem stöðin spilar dags daglega. Frá 26. nóvember verður öllu tjaldað til og þá eingöngu leikin jólatónlist allt fram að jólum.

Bjarni Arason og Ragnhildur Magnúsdóttir verða við stjórnvölinn á Létt Bylgjunni á virkum dögum frá átta á morgnana til sex síðdegis. Erlend og íslensk, gömul og ný jólalög munu þó hljóma allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.