Lífið

Yorke borgaði ekki krónu fyrir að hlaða niður eigin tónlist

Thom Yorke hlóð niður eigin efni og sá ekki tilganginn í því að borga fyrir það.
Thom Yorke hlóð niður eigin efni og sá ekki tilganginn í því að borga fyrir það.

Thom Yorke, söngvari Radiohead, hlóð niður nýjustu plötu sveitar sinnar In Rainbows á netinu líkt og margir aðdáendur sveitarinnar. Hann borgaði hins vegar ekki krónu fyrir þar sem notendur gátu valið um hversu mikið þeir vildu borga fyrir grpinn.

"Ég sá ekki tilganginn í því. Það er bara eins og flytja peninga úr einum vasa í hinn," sagði Yorke í viðtali við BBC.

Þetta uppátæki Radiohead, að gefa plötuna út á netinu og láta notendur sjálfa ákveða hversu mikið þeir borga fyrir niðurhalið, hefur gengið gríðarlega vel og íhuga fleiri tónlistarmenn að gera slíkt hið sama. Peningarnir frá þessu renna jú allir í vasa tónlistarmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.