Lífið

Dóttur Madonnu boðið hlutverk í sjöttu Harry Potter myndinni

Lourdes litla með fjölskyldunni.
Lourdes litla með fjölskyldunni. MYND/Getty
Lourdes, dóttur Madonnu, hefur verið boðið hlutverk í næstu Harry Potter mynd. Warner Brothers höfðu samband við Madonnu til að bjóða Lourdes, sem er ellefu ára, lítið hlutverk í sjöttu Pottermyndinni - Harry Potter og blendingsprinsinn.

Lourdes litla er sögð dauðlanga að leika í myndinni, en móðir hennar mun vera á báðum áttum með hvort á að leyfa henni það. Madonnu finnst Lourdes vera allt of ung fyrir frægðina, eftir því sem dagblaðið The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum.

Stúlkan hefur undanfarið sést mikið í fylgd móður sinnar og þykir hún líkjast fáguðum unglingi meira en ellefu ára barni. Tilboðum hefur í kjölfarið rignt yfir Lourdes um allt frá því að hanna barnafatalínu fyrir H&M yfir í það að leika í bíómyndum. Mamma stendur á bremsunni, en hennni er það mikið í mun að Lourdes eigi sem eðlilegasta æsku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.