Lífið

,,Erfiðasta sem ég hef gert að reyna að brosa almennilega"

Frá vinstri: Georg Alexander Valgeirsson sem varð í öðru sæti, Ágúst Örn Guðmundsson og Mattías Örn Friðriksson sem varð í þriðja sæti.
Frá vinstri: Georg Alexander Valgeirsson sem varð í öðru sæti, Ágúst Örn Guðmundsson og Mattías Örn Friðriksson sem varð í þriðja sæti. MYND/Lalli Sig
,,Mér líður bara vel" sagði Ágúst Örn Guðmundsson, nýkjörinn herra Ísland, sem var að vonum ánægður með úrslit gærkvöldsins. Hann sagðist ekki hafa átt von á sigrinum.,,Nei, ég get ekki sagt það, þetta kom á óvart." sagði Ágúst í samtali við Vísi.

Hann sagðist hafa verið afar stressaður á sviðinu ,,Það var það erfiðasta sem ég hef gert var að reyna að brosa almennilega á sviðinu, ég var svo stífur og stressaður. Ætli ég hafi samt ekki að hafa náð að kreista út bros." sagði Ágúst. Hann segir að keppnin hafi verið mikil upplifun og hann hafi lært margt. ,,Ég hef alltaf verið frekar feiminn, það hefur aðeins skánað."sagði Ágúst.

Aðspurður segist Ágúst ekki vita hvað taki við í tengslum við titilinn, en hann fundar með eigendum keppninnar í dag. Ágúst þarf hinsvegar að drífa sig aftur í skólann, en hann er að klára stúdentinn á Akureyri.

Ágúst býst ekki við að mikið breytist hjá sér annað en öll athyglin sem fylgir titlinum. Hann er á föstu og segir kærustuna langt því frá hafa áhyggjur af ágangi kvenfólks í kjölfar sigursins. ,,Nei, nei, hún styður mig heilshugar í þess öllu og búin að gera allan tímann. Hún er ekkert hrædd við þetta" segir Ágúst að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.