Lífið

Suzuki Swift hlýtur stálstýrið

Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri Suzukibíla tekur við stálstýrinu úr hendi Sigríðar önnu þórðardóttur umhverfisráðherra.
Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri Suzukibíla tekur við stálstýrinu úr hendi Sigríðar önnu þórðardóttur umhverfisráðherra.

Val Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) á Bíl ársins var kynnt í Perlunni í gær. Suzuki Swift var valinn Bíll ársins 2006 og afhenti Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Stálstýrið sem er viðurkenning BÍBB vegna Bíls ársins.

Afhendingin fór fram á sýningu á vistvænum bílum sem BÍBB stóð fyrir í Perlunni um helgina. Auk þess að velja Bíl ársins 2006 var valinn bíll ársins í fjórum flokkum. Suzuki Swift varð hlutskarpastur í flokki smábíla og millistærðarbíla, Volkswagen Passat varð fyrir valinu í flokki fjölskyldu- og lúxusbíla, Lexus RX400h var valinn í flokki jeppa og jepplinga og BMW M5 í flokki sportbíla.

Við verðlaunaafhendinguna sagði Sigríður Anna Þórðardóttir meðal annars að sér væri sérstök ánægja að veita þessa viðurkenningu á sýningu á vistvænum bílum og minnti á að í vor hefði afsláttur á vörugjaldi á bifreiðum sem nota umhverfisvæna orku verið tvöfaldaður. Einnig hrósaði hún Bandalagi íslenskra bílablaðamanna fyrir framtakið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.