Latibær með flestar tilnefningar 28. október 2005 18:59 Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins. Eddan Menning Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins.
Eddan Menning Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira