Lífið

Breskar konur farnar að líkjast körlum

Vaxtarlag breskra kvenna verður æ karlmannlegra, samkvæmt breskum rannsóknum. Einkum er mittismálið að færast í aukana og mætti nú frekar kalla það magamál. Sérfræðingar Jótlandspóstsins í líkamsbyggingu segja að konurnar séu að kasta mjúku peruforminu fyrir róða og taka upp harðlínu eplaform karlanna, og það sem verra sé þá sé einnig farið að örla á þessari þróun í Danmörku. Í fljótu bragði er skuldinni skellt á ruslfæði, vínneyslu, hreyfingarleysi og streitu. Fréttastofunni er ekki kunnugt um að viðlíka mælingar hafi verið gerðar á íslenskum konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.