Lífið

Búist við miklum fjölda

Aðstandendur kvennafrídagsins eru bjartsýnir á fjöldi þátttakenda í kvennafrídeginu á morgun verði jafn margir ef ekki fleiri, en þá tóku á milli tuttugu til þrjátíu þúsund manns þátt í baráttunni. Nokkuð mörg fyrirtæki hafa hvatt konur til þátttöku og sum ætla jafnvel að hafa lokað. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talsmaður Femínistafélags Íslands, segist skynja góða stemningu fyrir baráttunni á morgun. Hún segir mörg fyrirtæki hafa stutt kvenkyns starfsmenn sína heilshugar til að taka þátt í baráttunni með yfirlýsingum þess efnis. Önnur fyrirtæki ætla hreinlega að gefa báðum kynjum frí á morgun. Körlunum með því skilyrði að þeir taki þátt í baráttuhátíðarhöldunum. Það er ekki bara í Reykjavík sem konur og aðrir þáttakendur munu safnast saman. Skipulög hátíðarhöld verð til dæmis á Akureyri, Skagafirði, Ísafirði Neskaupstað, Patreksfirði, Vestmannaeyjum og Blönduósi. Frá Selfossi munu konur koma í rútum til að taka þátt í Reykjavík. Þá er stefnt að því að gera slíkt hið sama á Reyðarfirði en unnið er að því að hafa rútuferðir til Neskaupstaðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.