Lífið

Ástarfleyið fer af stað í kvöld

Sirkus er farin af stað með stærsta verkefnið sitt í haust, veruleikaþáttinn Ástarfleyið. Fyrsti þátturinn verður í sýndur í kvöld klukkan 21. Þátturinn er gerður að erlendri fyrirmynd, Loveboat. Loveboat hefur verið einn vinsælasti veruleikaþátturinn um heim allan undanfarin ár og nú er komið að Íslandi! 14 heppnir umsækjendur, sjö af hvoru kyni, fá tækifæri til að kynnast nýju fólki, nýju landi og sjálfum sér upp á nýtt um borð í ævintýraskútunni Ástarfleyinu. Flogið verður til Tyrklands þar sem Ástarfleyið siglir úr höfn frá gullnum og seiðandi ströndum hinnar dularfullu Marmaris. Fararstjórinn, Kafteinn Valdimar Örn Flygering, verður þátttakendum innan handar þegar kemur að skemmtunum, samskiptum kynjanna og óræðum reglum ástar og tilfinninga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.